Nóttin hefur auga eins og fluga.. syngur Megas.. það er hins vegar ekki flugu út sigandi í þessar umhleypingar sem hafa verið að undanförnu. Til skiptist gott veður og beljandi hríð. Alveg óþolandi finnst mér. Ætti bara að vera fluga og liggja í dvala fram á vorið. Annars er það af læknamálunum að frétta að ég er búin að fá bréfið sem ég reiknaði með að kæmi í apríl eftir að ég yrði búin að reka á eftir því tvisvar. Úff ég átti ekki von á því svona snemma en svona getur fólk komið manni á óvart hrmp
Áskoruninni í vinnunni hefur verið frestað um viku tíu daga þar sem ekki reyndist unnt að klára allt á réttum tíma. Ég mætti með töskuna mína og allt.. nema skóna sem ég er ekki búin að kaupa mér, en þeir verða þá vonandi tilbúnir í næstu viku...
Annars er húsið koma með fasta sunnudagsgesti í morgunmat. Gestirnir koma fljúgandi, hlunka sér í garðinn og veina þar til einhver í húsinu sér aumur á þeim og hleypur út á svalir og gefur þeim að borða. Æði oft er það Skakki því hann hefur svona "soft spot" fyrir svöngum gestum. Hér eru nokkrir þeirra á vappi fyrir neðan svalirnar:
Áskoruninni í vinnunni hefur verið frestað um viku tíu daga þar sem ekki reyndist unnt að klára allt á réttum tíma. Ég mætti með töskuna mína og allt.. nema skóna sem ég er ekki búin að kaupa mér, en þeir verða þá vonandi tilbúnir í næstu viku...
Annars er húsið koma með fasta sunnudagsgesti í morgunmat. Gestirnir koma fljúgandi, hlunka sér í garðinn og veina þar til einhver í húsinu sér aumur á þeim og hleypur út á svalir og gefur þeim að borða. Æði oft er það Skakki því hann hefur svona "soft spot" fyrir svöngum gestum. Hér eru nokkrir þeirra á vappi fyrir neðan svalirnar: