Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 febrúar 2005

Í gær sótti ég Molann á leikskólann sem er svo sem ekkert í frásögur færandi að öðru leyti en því að nú er hann hættur að kalla mig með nafni (sem hann er nýbúinn að læra því til skamms tíma var ég bara "mamma" eins og allar hinar konurnar). Nei nú kallar öðlingurinn mig "hænku".. Það er eiginlega soldið sætt að koma inn um dyrnar og heyra kallað "hænka, hænka". Það sem er hinsvegar neikvætt við það er að mér fannst ég eldast all skyndilega við þetta. Eiginlega leið mér eins og ég væri kominn langt á áttræðisaldur.

Leiðinlegasta aðgerð ársins fyrir fólk í fjölbýlishúsum (að mínu mati) held ég að hljóti að vera árlegur aðalfundur. Það er þetta eilífa streð um það hver eigi að vera formaður húsfélagsins og allt það. Skakki er svo sniðugur að hafa laumað sér í eitthvað endurskoðandahlutverk og ver hann það með kjafti og klóm. Fráfarandi gjaldkeri húsfélagsins horfði hinsvegar á mig stingandi augnaráði meðan reynt var að plata einhvern til verksins. Ég horfði á gólfið! Ég slapp því að þessu sinni.

Bæ þe vei, bíómyndin sem við Skakki sáum á laugardagskvöldið var mjög góð. Million dollar baby.. Ég sá Hilary Swank líka í myndinni Boys dont Cry og það var sama sagan þar. Þessi kona á auðvelt með að láta mig gráta! En það er líka hollt að gráta eða hvað? Eða er þetta bara mín afsökun fyrir að vera meyr eymingi? Þetta er kannski ekki alveg að marka því ég fékk líka tár í augun yfir fréttunum af barni 81 eða hvað það nú var í Tælandi sem foreldrar fengu í hendurnar í gær.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger