Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 janúar 2005

Kjólar og séns
Skjaldbakan fór með mig í búðir í morgun til að leita að kjól. Mér finnst ég hafa nógann tíma en það er eflaust rétt að það er betra að gera svona hluti tímalega Off The Rack
Nema við fórum í Mondo og á meðan Skjaldbakan lagði bílnum þá stóð ég fyrir utan te og kaffi og skoðaði í gluggann. Þar lenti ég á séns! Jamm og var bara nokkuð ánægð með mig á eftir sko..
Útlendingur: "Good afternoon"
Meinvill horfir í allar áttir og fattar að hann er að tala við hana "Good afternoon"
Útlendingur brosir og Meinvill brosir til baka.
Útlendingur: "Are you Icelandic?"
Meinvill: "Yes"
Útlendingur: "I would like to invite to you to drink coffee with me. Would you like that?"
Meinvill: No, but thanks anyway"
Útlendingur hleypur í burtu.
Skjaldbaka kemur töltandi og Meinvill segist hafa fengið boð í kaffi.
Skjaldbakan: "Oh alltaf lendir þú í svona. Næst leggur þú bílnum"

Eftir þetta bregðum við okkur í Mondo en stoppum stutt því frú Mondo rak okkur út aftur og bað okkur að koma eftir viku því þá væri komið FULLT af nýjum kjólum. Við létum ekki segja okkur það tvisvar og brunuðum í Parfimm þar sem Skjaldbakan fjáfesti í einu járni fyrir golfspilandi systur sína og þaðan fórum við og keyptum eina dragt fyrir 3.390 krónur hjá Perkins vinkonu minni. Núna er ég bara hálfþreytt eftir þetta allt saman. Skakki fann tvo bíla í sinni ferð en keypti engann og ákvað að geyma bílakaup til vors haha...
Jeep

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger