Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

20 janúar 2005

Afskapalega var fallegur morguninn á granda í morgun. Það var stjörnubjartur himinn og tungl, það liggur við að þetta bæti alveg upp hversu snemma við þurfum að vera á ferðinni. Það er heldur engin umferð svona snemma. Allir aðrir eru greinilega enn heima hjá sér steinsofandi þegar við vinnuþrælarnir erum að ferðast úr sveitinni.

En að öðru. Nú fer mig að vanta kjól! Ég er gjörsamlega hugmyndasnauð um það hvernig hann eigi að vera en fólk er aðeins farið að ýta á mig að ég verði að fara geri eitthvað í því að finna hann. Það er meira segja ein búin að bjóðast til að hjálpa mér að sauma neðri part ef ég finn efri part. Hún sagðist nefnilega vera farin að hafa áhyggjur af því hvað ég er róleg. En hei, það er búið að vera soldið að gera hjá mér (léleg afsökun) því það er í rauninni bara búið að vera hangs!

Flotta taskan sem ég eyddi gríðarlegum tíma í að velja síðasta vor (golfpokinn) passar ekki á nýju fínu kerruna mína ARG Heppin að foreldrar mínir gáfu mér líka tösku því þau voru búin að gleyma því að ég átti þessa fínu. Alveg sama hvernig ég reyndi að láta gömlu töskuna passa, ekkert gekk. Hún er miklu flottari en sú nýja, með fleiri vösum og svona. Ægilega varð ég pirruð eitthvað yfir þessu. Núna á ég sem sagt TVÆR golftöskur og get því spilað bæði hægri vinstri eins og mér sýnist!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger