Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 janúar 2005

Í gær blésum við Skakki í lúðra og buðum ættingjum okkar í súkkulaði. Dagurinn í gær var ekta dagur til að sitja inni í hlýjunni og drekka súkkulaði og á svölunum djöfluðust smáfuglarnir og fengu sitt fóður. Ægilega vetrarlegt og sætt. Molinn og hans fjölskylda komust að vísu ekki því hann er enn sárlasinn. Vill bara sofa, aumingja kallinn! Skakki bakaði hinsvegar súkkulaðitertu og mamma mia var kakan góð. Hún heitir því góða nafni súkkulaði drullukaka (chocolate mud cake). Þetta er súkkulaðikaka eins og þær gerast bestar, mikið súkkulaðibragð og blaut í miðjunni..mmmm.. Hann bakar bara skolli vel það skal viðurkennast!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger