Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 janúar 2005

Í kvöld og næstu kvöld ætlum við að skoða bíla. Við ætlum að skoða bíla alveg þangað til við verðum búin að finna einn eða tvo sem við getum keypt! Þetta verður nú skemmtilegt ha? Annars dreymdi mig að ég fór með bílinn minn í viðgerð hjá S24 og það kostaði 140 þúsund að gera við hann. Bifvélavirkinn faðir minn var ekki glaður þegar hann sá reikninginn sem ég reyndi þó að fela. Hann horfði á mig með svipnum "þetta er gott á þig að borga svona mikið ef þú ferð annað en til mín". Úff mar fær meira segja samviskubit í draumum og bílinn er ekki einu sinni bilaður!

Talaði við sænska nýbúann í gær. Hann rétt slapp við að vera rafmagnslaus í 2 vikur þar sem hann býr VIÐ skógarjaðrinn en ekki Í skóginum. Heppni ha? Hús sem var 200 metra frá hans slapp ekki, en svona er lífið bara, eintóm heppni og alltaf að græða!

Ég er að verða tilbúin í golfið aftur því nú er ég búin að fá þessa líka flottu kerru til að draga kylfurnar mínar 2 (eða 4). Djöfull verð ég flott í sumar. Núna vantar mig bara (og áherslan er á BRÁÐVANTAR) köflóttar golfbuxur sem ná rétt niður fyrir hné. Hvar skyldi mar fá svoleiðis fyrirbæri? Annars var Samuel L Jackson í skotapilsi þegar hann spilaði í 31st State eða hvað hún heitir myndin. Mér fannst hann flottur. Ég ætti kannski að verða svoleiðis bara? Að vísu er hann tveimur metrum hærri en ég, pínkulítið svartari og örlítið massaðri. En ekkert mikið. Ég get örugglega náð þessu öllu bara með smá þolinmæði!

Ég var einnig að hugsa um hvort ég ætti að prufa að stíga á gönguskíði. Lýsi hér með eftir félaga sem ekkert kann á slík fyrirbæri til að fara með mér! Ég nenni ekki að fara með einhverjum sem er búin að æfa í 10 ár, fá allar viðurkenningarnar í skátaflokknum og er kominn á það stig að stíga á skíðin á leið til vinnu. Nei ég vil fá einhvern sem dettur bara við það eitt að setja skíðin á jörðina. Þá erum við í sama flokki og getum stefnt saman að næstu viðurkenningu í skátaflokknum!

Held ég sé farin að bulla en það er bara svo ég þurfi ekki að byrja að vinna. Mig langar nefnilega ekki til þess. Ég er með fullt af afspyrnu leiðinlegum verkefnum, eins og að skipta um yfirmenn á heilli deild í tölvukerfinu. Fara yfir síðustu reikninga 2004. Skrifa yfirlit yfir það helsta sem gerðist 2004. Klára eins og tvö námskeið. Skrifa eina áætlun um námskeið sem haldin eiga að vera fram til maí. Þetta er alveg yfirþyrmandi bara. Held ég standi upp núna og fari í kaffipásu (sem félagið seldi fyrir mörgum árum til að geta hætt að vinna 5 mín fyrr á daginn)!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger