Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 janúar 2005

Það er alltaf gaman að lesa það sem læknar skrifa um mann og afskaplega uppbyggilegt. Ég er t.d. með fimmta liðþófa sacralisereðan og skerpingar á liðbrúnum sacroiliaca-liða. jahá! Síðan er ég með kalkanir aðlægt trochanter báðum megin. Hugsa að Hjartað sé með þeim fáu sem geta lesið hvað þetta virkilega þýðir, eða hvað?

Fór í skólann áðan og hitti þar konuna sem var með mér í verkefni fyrir jólin. Hún spurði hvort ég vildi sjá verkefnið en hún var með það í töskunni. Ég kvað lítinn áhuga frá minni hálfu. Hún sagði mér þá að við hefðum fengum 8 í einkunn fyrir þessa ómynd. Mér er spurn hvað þessar stelpur hafi verið að hugsa sem fóru yfir verkefnið því ekki var í því nein heil brú. Mjög skrítið. Ég er ekki alveg að skilja þetta og ætla ekki að hugsa meira um það.

Aumingja Molinn er búinn að vera heima með lungnabólgu og eyrnabólgu. Ég ætla í sjúkraheimsókn að vinnu lokinni til að reyna að bæta hans geð.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger