Fimmtudagskvöld í miðri hitabylgju
Ég ligg í rúminu og les "lesið í snjóinn" sem er mjög viðeigandi bók í þessum hita. Ég ætla bara að klára kaflann og svo ætla ég að slökkva. Ég heyri útundan mér að Skakki er að sofna. Allt í góðu.
Ég fletti blaðsíðunni og þá gerist það!
Við vinstra eyrað (sem snýr að glugga) heyrist skelfilegt suð. Viðbrögð mín eru ósjálfráð: Ég skelli aftur bókinni og þýt lárétt einn metra upp í loftið, tekst með lagni að lenda hálfan metra til hægri en þar er fyrirstaða: Ég lendi á skakka og æpi hástöfum.
Hann vaknar á svipstundu, hrindir mér af sér og öskrar "HVAÐ?"
Ég öskra til baka "GEITUNGUR!!"
Hann má eiga það að hann bregst skjótt við. Hann horfir í allar áttir með morðsvip en fellur svo niður á koddann aftur: "HVAR???"
Ég: "Ég veit það ekki. Ég var önnum kafinn við að forða mér en hann öskraði í eyrað á mér, þannig varð ég vör við hann!!"
Skakki horfir á mig með þessum svip. Þetta er sami svipur og hann setur upp þegar hann sér einhverja aumingja í sjónvarpinu. Ég trúi ekki að hann sé að senda mér þennan svip.
Skakki: "Var þetta ekki bara hrossafluga?"
Ég trú ekki mínum eigin eyrum: "HROSSAfluga?" (hvæsi ég) "Síðan hvenær suða þær eins og geitungar???"
Hann glottir.
Ég: "Hvað trúir þú mér ekki? Kannski hefur hann flogið inn í eyrað á mér og er nú önnum kafinn við að búa til bú í heilanum á mér, eignast svo unga og ég verð lögð á klepp því það suðar svo í hausnum á mér. Ekki viltu ÞAÐ????"
Hann horfir einu sinni enn í kringum sig og byrjar svo að hlæja. Hann hlær og hlær. Ég er næstum því farin að hlæja líka en þori ekki alveg að sleppa mér með í gleðskapinn því ég hef ónotalega tilfinningu að hann sé að hlæja að mér!
Ég með óvissu í röddinni: "Hvað er svona fyndið? Er fyndið að ég var nærri stungin í eyrað af risa geitungi? Eins gott að ég var vakandi og gat brugðist rétt við"
Hann hlær enn og bendir á ljósið á náttborðinu: "haha Fíflið þitt! Sérðu geitunginn?"
Hmm þetta virkar ekki rétt. Hann á ekki að vera að hlæja að mér. Hann á að sýna mér samúð og drepa geitunginn og taka svo utan um mig og segja að þetta komi aldrei fyrir aftur. RÆGHT????
Nei, ekki svo gott!
Ég rýni í ljósið (wow flott setning hjá mér) og sé ekki neitt. Ég held að hann sé að gera grín að ótta mínum og er að spá í hvort ég eigi að láta fjúka í mig en nenni því ekki því það er eiginlega komin nótt. Hann sér að ég sé ekkert og bendir aftur. Og þá sé ég hann!!!!
Geitunginn með risaröddina!
Þetta er ekki geitungur!
Þetta er oggu, pínulítil fluga. Svo lítil að hún sést varla. En röddin bætir það nú alveg upp. Þessi fluga ætti að fara í söngskóla hún yrði fræg á svipstundu.
Skakki (leggst niður aftur): "Fíflið þitt! Ég sem var alveg að renna inn í fyrsta drauminn. Núna missi ég af honum og verð örugglega andvaka"
Ég sendi honum fingurkoss um leið og ég slekk ljósið (þar sem pínkulitla flugan með geitungsröddina er enn að rolast): "Nei nei þú sofnar strax aftur.
Ég legg höfuðið óttalaus á koddann og sofna um leið. Ég veit ekki hvenær skakki sofnaði enda svo sem ekki rétt að hann sofni á undan því karlmenn eiga að gæta fjölskyldna sinna fyrir utanaðkomandi hættum!
Ég ligg í rúminu og les "lesið í snjóinn" sem er mjög viðeigandi bók í þessum hita. Ég ætla bara að klára kaflann og svo ætla ég að slökkva. Ég heyri útundan mér að Skakki er að sofna. Allt í góðu.
Ég fletti blaðsíðunni og þá gerist það!
Við vinstra eyrað (sem snýr að glugga) heyrist skelfilegt suð. Viðbrögð mín eru ósjálfráð: Ég skelli aftur bókinni og þýt lárétt einn metra upp í loftið, tekst með lagni að lenda hálfan metra til hægri en þar er fyrirstaða: Ég lendi á skakka og æpi hástöfum.
Hann vaknar á svipstundu, hrindir mér af sér og öskrar "HVAÐ?"
Ég öskra til baka "GEITUNGUR!!"
Hann má eiga það að hann bregst skjótt við. Hann horfir í allar áttir með morðsvip en fellur svo niður á koddann aftur: "HVAR???"
Ég: "Ég veit það ekki. Ég var önnum kafinn við að forða mér en hann öskraði í eyrað á mér, þannig varð ég vör við hann!!"
Skakki horfir á mig með þessum svip. Þetta er sami svipur og hann setur upp þegar hann sér einhverja aumingja í sjónvarpinu. Ég trúi ekki að hann sé að senda mér þennan svip.
Skakki: "Var þetta ekki bara hrossafluga?"
Ég trú ekki mínum eigin eyrum: "HROSSAfluga?" (hvæsi ég) "Síðan hvenær suða þær eins og geitungar???"
Hann glottir.
Ég: "Hvað trúir þú mér ekki? Kannski hefur hann flogið inn í eyrað á mér og er nú önnum kafinn við að búa til bú í heilanum á mér, eignast svo unga og ég verð lögð á klepp því það suðar svo í hausnum á mér. Ekki viltu ÞAÐ????"
Hann horfir einu sinni enn í kringum sig og byrjar svo að hlæja. Hann hlær og hlær. Ég er næstum því farin að hlæja líka en þori ekki alveg að sleppa mér með í gleðskapinn því ég hef ónotalega tilfinningu að hann sé að hlæja að mér!
Ég með óvissu í röddinni: "Hvað er svona fyndið? Er fyndið að ég var nærri stungin í eyrað af risa geitungi? Eins gott að ég var vakandi og gat brugðist rétt við"
Hann hlær enn og bendir á ljósið á náttborðinu: "haha Fíflið þitt! Sérðu geitunginn?"
Hmm þetta virkar ekki rétt. Hann á ekki að vera að hlæja að mér. Hann á að sýna mér samúð og drepa geitunginn og taka svo utan um mig og segja að þetta komi aldrei fyrir aftur. RÆGHT????
Nei, ekki svo gott!
Ég rýni í ljósið (wow flott setning hjá mér) og sé ekki neitt. Ég held að hann sé að gera grín að ótta mínum og er að spá í hvort ég eigi að láta fjúka í mig en nenni því ekki því það er eiginlega komin nótt. Hann sér að ég sé ekkert og bendir aftur. Og þá sé ég hann!!!!
Geitunginn með risaröddina!
Þetta er ekki geitungur!
Þetta er oggu, pínulítil fluga. Svo lítil að hún sést varla. En röddin bætir það nú alveg upp. Þessi fluga ætti að fara í söngskóla hún yrði fræg á svipstundu.
Skakki (leggst niður aftur): "Fíflið þitt! Ég sem var alveg að renna inn í fyrsta drauminn. Núna missi ég af honum og verð örugglega andvaka"
Ég sendi honum fingurkoss um leið og ég slekk ljósið (þar sem pínkulitla flugan með geitungsröddina er enn að rolast): "Nei nei þú sofnar strax aftur.
Ég legg höfuðið óttalaus á koddann og sofna um leið. Ég veit ekki hvenær skakki sofnaði enda svo sem ekki rétt að hann sofni á undan því karlmenn eiga að gæta fjölskyldna sinna fyrir utanaðkomandi hættum!