Annars er ég enn að velta fyrir mér þessu með letingjana. Getur það verið að maður vinni yfir sig á einhverju tímabili æfi sinnar? Þetta er nefnilega með eindæmum hvað ég fæ mig lítt til að gera nokkuð þessa dagana. Það sankast upp verkefnin sem ég á að vera að vinna að en ég geri þau ekki og langar ekki til að gera þau. Hvorki í vinnunni eða heima. Ætla til dæmis ekki í skólann þó íþróttakennarinn hafi hent þessum verðlaunum framan í mig með göngustafina. Mig langar að læra á þá en ekki svo mikið að ég nenni að mæta og ræða um bók sem ég er ekki búin að lesa (og ekki kaupa). þannig að ég bara skakklappast áfram með mínum eigin stíl!
05 maí 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka