Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 maí 2004

Þennan póst fékk ég sendan áðan:
****
Hvernig var þetta með breytt líferni letingjans, er það fyrir bí, eftir að Haukur er kominn á hækjur??? Verður maður ekki bara slank og fínn eftir þrjár vikur??
****

Mér bara vöknaði um augu. Hér er ég búin að staulast ein um borg og bí eftir að hr. meinvill kom sér undan því að labba með mér með því að fleygja sér niður úr tveggja metra hæð og skemma á sér fæturna og þá heldur fólk að ég hafi gefist upp! Moi??? Gefist upp???

Nei aldeilis ekki. Gekk í Hafnarfirði á sunnudag, og í Indíánagili í gær. Fer upp að Vífilstaðarvatni í dag. Mér er sárlega misboðið og hana nú!!!!!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger