Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 apríl 2004

Varð fyrir þeirri ánægjulegu upplifun í morgunsárið að mæta Hrönn á ljósunum í Breiðholti. Hún var ægilega hissa á svipinn, ég hef eflaust verið það líka

Þetta var nú ekki á minni venjulegu leið í vinnuna. Ég er ekki orðin svo glöð í nýja bílnum að ég taki á mig aukakróka, nei ég var á leið á fund.

Breyttur lífsstíll letingjans er enn við lýði. Ég er viss um að þið hélduð að við hefðum gefist upp þar sem ég hef ekki ritað um stílinn í nokkra daga. En í gær fórum við Vífilstaðavatnshringinn einu sinni enn og ég mátti hafa mig alla við að passa að hr. meinvill dytti ekki í vatnið því hann er svo spenntur að fara að veiða. Hann má hins vegar ekki byrja fyrr en fyrsta maí samkvæmt einhverjum persónulegum reglum sem hann hefur sett sér.

Hann fylgdist vel með öllum sem stóðu í vatninu upp fyrir hendur og spáði í því hvort þeir væru að fá eitthvað. Hvort einhver fiskur væri að vaka eða hvort þetta væru fuglar að stinga sér. Ég benti honum kurteislega á að ég væri ekki mikið fyrir veiðiskap en ég héldi samt að ef mar gerði ekki greinarmun á fiski eða fugli þá hefði mar lítið í þetta að gera. Hann hnussaði!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger