Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 apríl 2004

Meinvill er að breytast í mömmu sína!!!!

Þetta uppgötvaðist í miðju símtali við Skjaldbökuna um allt aðra hluti! Nú má enginn misskilja mig þannig að móðir mín sé ekki fín kona og vænsta móðir, ég vil hinsvegar ekki vera hún! Ég er viss um að allflestar konur vita hvað ég meina með þessum orðum því það eru jú ákveðin atriði í fari annars ágætra mæðra okkar allra sem við viljum ALLS ekki erfa. En hvað gerðist þá?

Jú þetta er erfið saga og löng. Málið var að í gær kom Sævar tilvonandi vélaverkfræðingur í heimsókn til hr. meinvills til að fá að skanna. Þeir sátu fram eftir kvöldi og skönnuðu og ræddu örlög sjálfstæðisflokksins; þ.e.a.s. hr meinvill ræddi örlög þess ágæta flokks meðan verkfræðingurinn tilvonandi var ekki sammála. Mér finnst leiðinlegt að hlusta á þá "rökræða" þannig að ég fór afsíðis og las um e-learning (afsíðis er í þessu tilfelli inn í herbergi en alls ekki inn á klósett eins og illa innrættum lesendum gæti dottið í hug).

Ég las og las. Las um það hvernig e-learning eigi eftir að skipta sköpum fyrir mig í framtíðinni og þá hringdi síminn! Það var skjaldbakan. Hún hafði keypst sér rúm og var hugfangin yfir því að geta sofið loksins í stóru rúmi aftur og ..
"þú þarft ekki tvo geislaspilara er það?"

Meinvill er klár í ýmsum sveigjum og beigjum venjulegs samtals en þessi kúvending krafðist smá hugsunar. Jú í nýja bílnum er spilari og í gamla sem á að henda er líka spilari. Skjaldbökugreyið á hins vegar engan spilara. Já það er rétt meinvill þarf ekki tvo en ..
"þú læsir aldrei bílnum þínum. Ég tími ekki að lána þér spilara sem verður stolið eftir viku!"

Skjaldbakan hnussaði og sagði mér að það væri engu að stela því það kæmi ekki hljóð á garminn sem í bílnum væri, hinsvegar EF hún fengi þennan fína spilara þá mundi hún að sjálfsögðu læsa þessum gimstein sínum.

Hmmm.. eftir smáumræður fram og aftur og samþykki meinvills um að spilarinn færi í skjaldbökubílinn þá bárust samræðurnar að Einsa kalda gítarspilara og jakkanum sem meinvill gaf honum á sunnudag og það var ÞÁ sem það rann kalt vatn milli djúpt geymdu rifjanna hjá meinvill:

OH MÆ GOD!!!!!

Skjadbökunni var hverft við og hún æpti:

HVAÐ er AÐ?

Meinvill byrjaði að stama:

OH MÆ GOD ég er að breytast í mömmu. Oh mæ god.

Skjaldbakan hváði.. ??

"JÁ ég er að breytast í mömmu. Ég gerði það sama og hún gerir. Hún hringir í mig annað slagið og segir:

"Ertu nokkuð að nota ..... (whatever)" og ef ég segi dræmt, neeeei ég held ekki, afhverju spyrðu þá segir hún:
"Jú sko það er kona sem ég þekki sem bráðvantar þetta. Má hún ekki bara eiga það???"
Og ég gerði það sama við jakkann. Ég var búinn að horfa á hann á herðatréinu í lengri tíma. Á endanum spurði ég hr. meinvill (spurði er kannski aaaðeins orðum aukið, mig minnir að ég hafi SAGT honum það) hvort hann ætlaði nokkuð að nota þennan jakka. Hann hafi bara notað hann einu sinni þetta ár sem hann hafi átt hann. Hr. meinvill reyndi að malda eitthvað í móinn en meinvill var búin að taka ákvörðun

"Eigum við ekki bara að gefa Einsa kalda jakkann?" (við sko, þar sem ég átti hann ekki).

Hr. meinvill sá að ekki þýddi að mótmæla en tautaði eitthvað um að gefa skó. Þegar Meinvill sagði HA? þá flýtti hann sér í tölvuna!

Meinvill er að breytast í mömmu sína! Og það er eitt laust herðatré á yfirhafnaslánni, á hinum 10 herðatrjánum eru jakkar og kápur sem tilheyra meinvill!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger