Hvað er þetta eiginlega með hunda og hundaeigendur? Hvað gerist í sálarlífinu hjá fólki sem fær sér hunda? Þetta er eitthvað sem ég get ekki hætt að undra mig yfir. Málið er að nú er mér svo sem ekkert sérstaklega illa við hunda en ég vil samt ekki að þeir hoppi upp um mig.
Ég er ekki beint hrædd við ókunna hunda en ég tek þeim samt með varúð. Mamma er hinsvegar skelfingu lostin við hunda. Henni bregst öll skynsemi og eitthvað æði tekur völdin og hún veit ekki hvað hún gerir. Og hún er ekki sú eina. Þess vegna skil ég ekki þegar þessir FJANDANS hundaeigendur láta þessi kvikindi ganga laus.
Við gengum kringum Hvaleyrarvatn í gærkvöldi (jamm lífsstílinn lífsseigi) og þar var múgur og margmenni að veiða. Örugglega einhver fluguveiðikennsla í gangi og sumir mættu auðvitað með hunda sína. Það voru þarna einhverjir tveir hlussuhundar sem sáu mig á löngu færi og komu stökkvandi í gleði sinni að sjá svona frábæra konu eins og mig. Þeir hoppuðu allt í kringum mig og nösuðu og svona (MEGA HROLLUR). Hr.meinvill sá á mér svipinni þegar ég nelgdi niður og beið eftir að þeir lykju sér af (með því að éta mig eða eitthvað) og kallaði til eigandans:
"Reyndu að hafa hemil á þessum hundskröttum"
Svarið kom alveg um hæl með hneykslan í röddinni:
"Það er allt í lagi með þá"
Einmitt. Allt í lagi með þá! Hvað með mig? Er allt í lagi að ókunnir hundar komi slafrandi einhverju ógeði yfir mig í mínum breytta lífsstíl? Ég veit að það er alveg hræðilegt að skjóta annarra manna hunda en ég get samt ekki annað en viðurkennt að ég hló og hló þegar ég las í blaðinu um bóndann sem skaut hundinn í hafnarfirðinum sem var hleypt lausum á túnið hans. Var að hugsa um að fara og gefa honum aðra byssu í stað þessarar sem var gerð upptæk. Svona er maður ljótur inni í sér.
En málið er að ég skil ekki þessa helvítis dýrkun á þessum fjórfættu kvikindum og ég skil ekki af hverju ég má ekki hafa þá skoðun! Ég vil geta gengið á göngustígum borgarinnar án þess að buxnaskálmar mínar verði útslefaðar eftir einhver dýr sem ég veit ekkert hvar hafa verið. Sumir eru með sína hunda í bandi og það er í lagi, ég er ekkert að setja út á það. Það eru hin fíflin sem ég pirra mig yfir og hana nú!
Spánornin í London sagði að ég ætti eftir að fá mér svartan og hvítan hund (JEAH RÆT!). Nú er spurning hvoer ég breytist eitthvað við það. Fer að hlaupa með hundkvikindið lausan við hlið mér og hvæsi á fólk sem setur út á það. Hætti að fara í heimsókn til fólks sem vill ekki leyfa hundinum mínum æða um allt inni hjá þeim, hætti að fara í sumarfrí til útlanda því enginn vill passa hundinn, hætti að fara í sumarbústað af því einhverjir helvítist hundahatarar (ÉG) banna að það sé komið með hunda í sumarbústaði osfrv osvfrv... Ó mæ God ég vona að ég breytist ekki í svona..
Ég er ekki beint hrædd við ókunna hunda en ég tek þeim samt með varúð. Mamma er hinsvegar skelfingu lostin við hunda. Henni bregst öll skynsemi og eitthvað æði tekur völdin og hún veit ekki hvað hún gerir. Og hún er ekki sú eina. Þess vegna skil ég ekki þegar þessir FJANDANS hundaeigendur láta þessi kvikindi ganga laus.
Við gengum kringum Hvaleyrarvatn í gærkvöldi (jamm lífsstílinn lífsseigi) og þar var múgur og margmenni að veiða. Örugglega einhver fluguveiðikennsla í gangi og sumir mættu auðvitað með hunda sína. Það voru þarna einhverjir tveir hlussuhundar sem sáu mig á löngu færi og komu stökkvandi í gleði sinni að sjá svona frábæra konu eins og mig. Þeir hoppuðu allt í kringum mig og nösuðu og svona (MEGA HROLLUR). Hr.meinvill sá á mér svipinni þegar ég nelgdi niður og beið eftir að þeir lykju sér af (með því að éta mig eða eitthvað) og kallaði til eigandans:
"Reyndu að hafa hemil á þessum hundskröttum"
Svarið kom alveg um hæl með hneykslan í röddinni:
"Það er allt í lagi með þá"
Einmitt. Allt í lagi með þá! Hvað með mig? Er allt í lagi að ókunnir hundar komi slafrandi einhverju ógeði yfir mig í mínum breytta lífsstíl? Ég veit að það er alveg hræðilegt að skjóta annarra manna hunda en ég get samt ekki annað en viðurkennt að ég hló og hló þegar ég las í blaðinu um bóndann sem skaut hundinn í hafnarfirðinum sem var hleypt lausum á túnið hans. Var að hugsa um að fara og gefa honum aðra byssu í stað þessarar sem var gerð upptæk. Svona er maður ljótur inni í sér.
En málið er að ég skil ekki þessa helvítis dýrkun á þessum fjórfættu kvikindum og ég skil ekki af hverju ég má ekki hafa þá skoðun! Ég vil geta gengið á göngustígum borgarinnar án þess að buxnaskálmar mínar verði útslefaðar eftir einhver dýr sem ég veit ekkert hvar hafa verið. Sumir eru með sína hunda í bandi og það er í lagi, ég er ekkert að setja út á það. Það eru hin fíflin sem ég pirra mig yfir og hana nú!
Spánornin í London sagði að ég ætti eftir að fá mér svartan og hvítan hund (JEAH RÆT!). Nú er spurning hvoer ég breytist eitthvað við það. Fer að hlaupa með hundkvikindið lausan við hlið mér og hvæsi á fólk sem setur út á það. Hætti að fara í heimsókn til fólks sem vill ekki leyfa hundinum mínum æða um allt inni hjá þeim, hætti að fara í sumarfrí til útlanda því enginn vill passa hundinn, hætti að fara í sumarbústað af því einhverjir helvítist hundahatarar (ÉG) banna að það sé komið með hunda í sumarbústaði osfrv osvfrv... Ó mæ God ég vona að ég breytist ekki í svona..