Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 febrúar 2004

Kona
Þá er frú Meinvill búin að fá niðustöður út úr blóðprufunni sinni og auðvitað er ekkert að finna í ólagi með hana (þeir mældu ekki þrjósku og þvermóðsku). Ég er meira segja með heldur meira af Fólin efni í mér heldur en reiknað er með að maður þurfi haha gat nú verið. B12 vítamínið er hinsvegar eins og það á að vera og þessi blessuðu kvenhormón líka. Ég er sem sagt kona ef einhver hefur efast um það fram að þessu
Mér er því ekkert að vanbúnaði að taka upp sprauturnar aftur en ég gekk einmitt frá þeim í gær og setti í kassa og innst í skápinn. Tek að mér aukanámskeið í sprautukennslu eftir þetta allt saman. Látið mig bara vita ef ykkur vantar kennslu.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger