Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 febrúar 2004

Við erum illa innrætt í Hafnarfirðinum. Það er að segja við sem búum á þriðju hæð í blokkinni minni: þriðju hæð í miðjunni. Það sem gleður okkar litlu hjörtu þessa dagana er þessi flutningur fréttamanna af ríkisstjórninni og forsetanum. Að þeir "gleymdu" að bjóða honum á fundinn sem hann hefði átt að stýra. Mér finnst þetta bráðfyndið. Ég nenni hinsvegar ómögulega að leggja það á mig að hafa skoðun á því hvor hefur réttara fyrir sér en fyndið er þetta.

Skattholið ku vera komið í ný föt. Mikill assgoti er það. Nú ku það vera eins og nýtt. Ég hefði kannski ekki átt að reka það að heiman?

Voðalega langar mig eitthvað til að breyta til þessa dagana. Fara eitthvað eða gera eitthvað. Til útlanda eða flytja eða eitthvað. Bara breyta til. Held að vísu að þetta sé eitt af því sem flokkast undir leiða og hverfur eflaust á nokkrum vikum. Stend mig samt að því að skoða fasteignablaðið en það er nokkuð sem ég annars geri aldrei og stend mig líka að því að skoða allar auglýsingarnar frá flugfélögunum sem þau senda í massavís. Yfirleitt eyði ég þeim án þess að lesa þau. Verð farin að skoða atvinnuauglýsingar í útlöndum áður en ég veit af.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger