Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 febrúar 2004

Það eru ákveðin verkefni sem fara meira í pirrurnar á manni en önnur. Ég hef eitt svona verkefni sem ég er búin að þurfa að gera með reglulegu millibili í þau fimm ár sem ég hef starfað hjá fyrirtækinu. Þegar tíminn fer að nálgast fæ ég byrjunareinkenni að stressi sem magnast síðan upp þar til síðustu tvo dagana er ég svo stressuð að hægt væri að nota mig sem skólabókardæmi um stress og stresseinkenni. Mér finnst ömurlegt að líða svona og það versta við því er að ég hef nákvæmlega enga stjórn yfir þessu. Það er eins og ýtt sé á takka og voila, stressið byrjar.

Ég er búin að setjast niður og reyna að kryfja þetta mál og gera þetta þannig að ég stressist ekki upp en utanaðkomandi áhrif eru svo mikil að ég hef litla stjórn og sit því og bíð með skelfingu hvað gerist næst. OK kannski er þetta aðeins orðum aukið en ekki er það mikið. Nú þegar eru þrír stafsmenn sem áttu/eiga að koma að þessu verkefni að þessu sinni algerlega trompaðir yfir því að þurfa að taka þátt. Mér persónulega líður eins og ég sé með eitthvað einka prívat verkefni sem ég er að reyna að troða inn á fólk. Mjög skrítið ef satt skal segja. Suma daga langar mig bara til að hætta og fara að gera eitthvað allt annað. Svona uppákomur gera ekkert annað en styðja það. Djöfull hata ég suma daga!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger