Það er eitthvað undarlegt að gerst í fiskabúrinu mínu. Ekki misskilja mig, ég er ekki að tala í myndlíkingu og líkja lífi mínu við fiskabúr. Nei ég er að tala um gæludýrin mín fallegu og huggulegu. Einn fiskurinn er svartur með útstæð augu eins og hann sé alltaf dauðhræddur eða rosa hissa. Hann er haldinn mikilli firringu.
Á hverjum laugardegi gefst hann upp á þessu lífi. Hann marar í hálfu kafi með botninn upp og rétt hreyfir tálknin öðru hverju. Á þessum dögum leggja hinir hann í einelti og ég pota í hann öðru hvoru til að athuga með lífsmark. Þá rennur upp sunnudagur! Og þá er eins og við manninn mælt, fiskaulinn hjarnar við og er eins og almennilegur fiskur fram að næsta laugardegi. Kannski er hann bara svona þreyttur eftir vikuna? Það hlýtur að vera þreytandi að synda svona fram og til baka allt lífið? Eða hvað? Ég á sem sagt fisk sem er haldinn sjálfseyðingarhvöt, rétt eins og hins franska Amelie.
Á hverjum laugardegi gefst hann upp á þessu lífi. Hann marar í hálfu kafi með botninn upp og rétt hreyfir tálknin öðru hverju. Á þessum dögum leggja hinir hann í einelti og ég pota í hann öðru hvoru til að athuga með lífsmark. Þá rennur upp sunnudagur! Og þá er eins og við manninn mælt, fiskaulinn hjarnar við og er eins og almennilegur fiskur fram að næsta laugardegi. Kannski er hann bara svona þreyttur eftir vikuna? Það hlýtur að vera þreytandi að synda svona fram og til baka allt lífið? Eða hvað? Ég á sem sagt fisk sem er haldinn sjálfseyðingarhvöt, rétt eins og hins franska Amelie.