Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 febrúar 2004

uss hvað þetta líf er undarlegt. Við vorum fimm sem fylgdumst að í þessu ferli; fjórar gamlar og ein ung. Það er ein sem á eftir að fá niðurstöður en hjá okkur hinum fjórum er staðan svona:
Nr. 1 gekk ekki
Nr. 2 engin egg (moi)
Nr. 3 Fullt af eggjum en er búin að vera á spítala í viku vegna oförvunar, fékk vatn í lungun og alls konar ógeð
Nr. 4 gekk ekki
Stundum finnst manni lífið svo undarlegt og hreinlega furðulegt af hverju maður er að leggja þetta á sig. Ég komst yfir ritgerð sem einhverjir hjúkrunarfræðinemar skrifuðu fyrir fjórum árum. Þær gerðu eigindlega rannsókn á svona biluðum konum (pörum) og ég fékk svona hroll þegar ég las niðurstöðurnar. Það er nefnilega ferli sem allflestir fara í gegnum og ég sá sjálfa mig á flestum stigunum. Mjög skrítið ef satt skal segja. Mér finnst t.d. rosalega pirrandi þegar fólk segir við mig að það skilji alveg að þetta sé sjokk og ég hef verið að pirra mig á þessum viðbröðfum mínum. En samkvæmt þessari rannsókn þá eru þetta víst viðbrögð sem flestir upplifa. Við mannfólkið erum skrítnar furðuskepnur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger