Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 febrúar 2004

Ég er búin að vera að hugsa um kindur. Hvítar kindur og svartar kindur. Kindur með horn og kindur með engin horn. Þessar hugsanir hafa rekið mig fram úr rúmi mínu fyrir allar aldir á sunnudagsmorgni. Ég meira segja reyndi að telja kindur til að sofna aftur en það gekk ekki.


Í gestabókinni fyrir nokkrum vikum minnstist Hrönn á forláta kind sem hún og ÁsaPjása gáfu mér í einhverju bríaríi og í heiðarlegri tilraun til að vera fyndnar. Kindin var foráttuljót. Svona loðinn gæruhlunkur með 4 fætur og bjánalegan haus. Mér þótti hinsvegar alltaf vænt um þessa kind og hafði hana upp á við. Kannski líka í og með til að ergja gefendurna sem ætluðust held ég ekki til að hún væri uppi á við svona lengi. Mér fannst hún hinsvegar fallega ljót. Þessi kind var hvít.

Ég hef ekki hugsað um þessa kind í mörg herrans ár og var ekki einu sinni búin að átta mig á því að þessi tiltekni gæruhlunkur væri horfin af hillunni minni fyrr en Hrönn minntist á hana. Síðan hef ég varla getað hugsað um annað. Þetta er orðið að þráhyggju. Skyldi ég hafa hent kindinni? Ég sem er þekkt fyrir að henda ALDREI neinu? Ég minntist á þetta við SM og taldi hún það afar ólíklegt að ég hefði hent kindarskömminni, það væri frekar að hún hefði týnst í flutningum (sem er er fræg afsökun fyrir að týna ýmsum hlutum sem mar vill losna við).

Þetta er svo sem gott og blessað nema þegar ég fer til SM með afmælispakkann hennar og til að sníkja veitingar, hvað sé ég þá á hillunni hennar? Já einmitt KIND! Þetta er ALVEG eins kind og ég átti nema allt öðru vísi á litinni. Þessi er flekkótt og alveg eins hallærisleg og mín var og núna hef ég ekki tekið á neinu alla helgina því ég er alltaf að hugsa um kindina mína. Hvar er hún?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger