Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 febrúar 2004

Síðasti sunnudagur var kaldur dagur en fallegur. Við hjúin ákváðum því að bregða okkur að Kleifarvatni til að svona komast aðeins út. Það endaði með því að úr varð fyrirtaks dagur með mikilli útiveru. Vatnið var ísilagt og við brugðum okkur þangað út og skemmtum okkur fyrirtaks vel. Ísinn var svo tær að víða sást til botns. Ég er auðvitað með músarhjarta og tók því lítil og varnfærnisleg spor meðan haukurinn söng og trallaði og renndi sér fótskriðu. Við tókum um 130 myndir og sumar þeirra eru hreint alveg brilljant. Við fórum líka að lauginni og þar var rosalega fallegt og enduðum með að keyra niður að bjargi en þar var svo kalt að við stoppuðum ekki lengi. Á leiðinni til baka tókum við einn aukakrók til að skoða hverina og þar beið Olli Polli eftir hauknum. Þetta er þeirra fasti "hittumst" staður. Það eru ófáar helgarnar sem við höfum rekist á polann akkúrat þarna án þess að þeir hafi mælt sér mót fyrirfram.

En ég hef sem sagt ekkert að segja í dag!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger