Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 janúar 2004

Já það er rétt, ég var búin að gleyma því, það var vegna kosningar í stjórn tattúfélags Íslands. Félag sem fæddist og lifði stuttu lífi sökum meintrar óreglu félagsmanna. Við þessar bláeygðu, SM og ég, höfðum ekki grænan grun um allt þetta sukk en forðuðum okkur með hraði þegar við föttuðum hvað í ósköpunum gekk á. Kynntumst þarna hluta af undirheimalýð borgarinnar, nema við vissum ekki strax að þetta væri undirheimalýður. Sumir eru nefnilega fattlausari en aðrir. Það sem við vorum að leita að var nefnilega félagsskapur, eitthvað annað en bridgeklúbbur..haha erum í dag ánægðar með bridgeklúbba landsins. Við kunnum að vísu ekki enn að spila bridge en það hlýtur að koma, því bridge ku vera spennandi ÍÞRÓTT. Jamm heyrði það í útvarpinu um daginn, hauknum var mikið niðri fyrir og vildi hann meina að slíkt væri ekki íþrótt, heldur SPIL.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger