Fékk athugasemd í gestabókina frá SM um að ég hefði gleymt einu varðandi Rósenberghjúin. Það er alveg rétt, ég var hreinlega búin að steingleyma því að þau spurðu ekki hvort hún væri vinkona mín, heldur "er þetta ÁSTkona þín" gosh hvað okkur fannst það fyndið og mér finnst það enn fyndið.
Síðan gerðist eitthvað sem ég man ekki hvað var (SM bætir kannski úr minni mínu) en SM sá að hún varð að senda mér hamingjuskeyti í vinnuna (bankann). Hún stílaði það á mig og skrifaði undir "þín áskona". Drengurinn sem kom með skeytið var nærri búinn að fótbrjóta sig á leiðinni upp stigann, honum lá svo á að afhenda mér skeytið. Þetta var gott skeyti, verst að ég man ekkert hvert tilefni var.
Síðan gerðist eitthvað sem ég man ekki hvað var (SM bætir kannski úr minni mínu) en SM sá að hún varð að senda mér hamingjuskeyti í vinnuna (bankann). Hún stílaði það á mig og skrifaði undir "þín áskona". Drengurinn sem kom með skeytið var nærri búinn að fótbrjóta sig á leiðinni upp stigann, honum lá svo á að afhenda mér skeytið. Þetta var gott skeyti, verst að ég man ekkert hvert tilefni var.