Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

15 janúar 2004

Undanfarinn mánuð eða tvo er búið að vera við frostmark í vinnunni hjá mér. Við erum þrjú sem erum búin að vera kvarta og kvarta því hitastigið hefur verið um19° sem er alveg hræðilega kalt þegar maður situr við tölvu allan daginn. Við höfum tekið til bragðs að sitja í flíspeysum alla daga og í þessari viku mætti ÓRÓ í tveimur. Þá loksins tók einhver við sér og það var pantaður einhver kappi til að laga hitann. Í dag er hitinn kominn í lag og ég er að stikna. GOSH hvað það er heitt. Það er rétt rúmur hálftími síðan ég mætti og ég þarf að fara að fara úr flísinu. Ég er orðin rjóð í kinnum og mér líður eins og það sé heitur sumardagur. Ég þori hinsvegar ekki að kvarta því þá er ég hrædd um að það verði aftur KALT haha það er vandlifað í þessum heimi

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger