Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

16 janúar 2004

Góðir hlutir gerast hægt, eða ég er að telja sjáfri mér trú um það. Ég fór í skoðun og blóðprufu í morgun til að gá hvernig gengi að búa til eggbú og það gengur bara hreint ekki vel. Það eru einhverjir 2 ræflar að myndast vinstra megin og kannski eitt hægra megin eða kannski eitthvað annað (ég vildi ekki spyrja lækinn hvað þetta "annað" gæti verið því mér fannst það hálf svona scary) haha

Málið er það að venjulega myndar maður eggbú og síðan verður egglos og úr því dettur eitt egg og stundum tvö (einfölduð mynd). Í svona ferli eins og ég er í er verið að leika á náttúruna og reynt að mynda fleiri eggbú þannig að hægt verði að ná fleiri eggjum. Eggin eru svo dæmd í flokk frá 1-4 og eru 4 algerlega ónothæf meðan kannski er hægt að nota 3 en bara ef ekki eru til nein betri.

Í svona ferli þykir rosalega fínt að mynda frá 15-25 eggbú og þá er kannski hægt að ná 8-12 eggjum og af þeim verður svo hægt að nota ca 70%.

Hjá mér er sem sagt að myndast 3 eggbú og af þeim verður kannski hægt að ná 3 eggjum eða færri og sjaldnast hægt að nota öll. Úff er þetta ekki típískt, ég er nú eiginlega farin að hlæja inni í mér. Ég er sem sagt áfram á hæsta skammti lyfja og á að koma aftur í skoðun á mánudag úff spennandi ha?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger