Litlla systirin mín er að ganga í gegnum þá erfiðu raun að uppgötva að það er rosa mikið af stórskrítnu fólki á róli þarna út á "singles" markaðnum. Það voru nokkuð mörg árin þar sem ég var á þessu róli og gosh hvað mar hitti stundum skrítið fólk (ekki bara karla heldur konur líka).
Ég man eftir því einu sinni að ég fór á Rósenberg með vinkonu minni leigubílstjóranum. Þetta var ægilega skemmtilegt kvöld og við mingluðum um allan staðinn. Þegar ég fann til þreytu fékk ég mér sæti við borð og á næsta borði var par sem ég hafði aldrei séð fyrr. Þau stara á mig alveg heilluð (eða ég geri ráð fyrir því að þau hafi heillast) og á endanum kallar konan mig yfir að borðinu til þeirra. Ég var treg til og hélt þau vera að betla sígarettur eða einhvern annan ófögnuð og þar sem ég reyki ekki þá þóttist ég ekki taka eftir þessum bendingum. Þau gefast samt ekki upp og halda áfram þangað til forvitni mín er vakin og ég fer og tala við þau.
Ég varð svo hissa yfir erindinu að ég náði ekki einu sinni að verða fúl: Þau voru nefnilega að bjóða mér í threesome. Jamm, ókunnri konu á besta aldri. Í því sem ég er að neita tilboðinu fína, birtist SM að borðinu mínu og þau spyrja strax: "er þetta vinkona þín?" . Ég játa því og legg af stað yfir til hennar þegar þau segja: "Hey þið hafið kannski áhuga á að koma báðar??"
Halló, halló við erum sko ekki konur sem förum upp í rúm með ókunnum hjónum (kunn hjón hafa aldrei boðið okkur þannig að við höfum ekki þurft að taka afstöðu til þess). Það sem eftir var kvöldsins fékk ég ekki frið fyrir þessu pari, þau voru alveg ákveðin að ég væri kjörin kandidat í þeirra heimaleikfimi, annað hvort ein eða með vinkonu minni.
Annað skipti fórum við á víkingahátíðina. Það var mikið af skuggalegu fólki og við vinkonurnar héldum okkur þétt saman. Við vorum með hópi af fólki þannig að enginn þorði að reyna við okkur (ég reikna stórlega með að það hafi verið af hugleysi frekar en að enginn hafi haft á því áhuga). Ballinu lýkur þegar lög gera ráð fyrir um 3leytið (þetta var fyrir hinn geysilanga opnunartíma sem nú tíðkast). Einn úr hópnum var á bíl og tók á rás til að ná í hann, við hin biðum í góða veðrinu.
Ég fæ mér sæti á stórum stein smáspöl frá hinum og eftir smátíma kemur kona og spyr hvort hún megi sitja hjá mér. Ég var auðvitað kurteisin uppmáluð og leyfði henni afnot af steininum góða. Hún byrjar að spjalla og ég svona jánka kurteislega þegar við á, hafði ekki nokkurn áhuga á að tala við einhverja kellu sem ég þekkti ekki neitt. Það líða nokkrar mínútur og þá býður konan mér heim með sér. Jamm einmitt það. Ég var sem sagt komin á séns fyrir utan ballið, með konu. Ég held samt að vinkonurnar hafi öfundað mig af þessum sénsi því hún var öllu skárri en karlarnir sem voru innandyra haha Ég þarf ekki að taka það fram að ég þáði ekki boðið.
Ég man eftir því einu sinni að ég fór á Rósenberg með vinkonu minni leigubílstjóranum. Þetta var ægilega skemmtilegt kvöld og við mingluðum um allan staðinn. Þegar ég fann til þreytu fékk ég mér sæti við borð og á næsta borði var par sem ég hafði aldrei séð fyrr. Þau stara á mig alveg heilluð (eða ég geri ráð fyrir því að þau hafi heillast) og á endanum kallar konan mig yfir að borðinu til þeirra. Ég var treg til og hélt þau vera að betla sígarettur eða einhvern annan ófögnuð og þar sem ég reyki ekki þá þóttist ég ekki taka eftir þessum bendingum. Þau gefast samt ekki upp og halda áfram þangað til forvitni mín er vakin og ég fer og tala við þau.
Ég varð svo hissa yfir erindinu að ég náði ekki einu sinni að verða fúl: Þau voru nefnilega að bjóða mér í threesome. Jamm, ókunnri konu á besta aldri. Í því sem ég er að neita tilboðinu fína, birtist SM að borðinu mínu og þau spyrja strax: "er þetta vinkona þín?" . Ég játa því og legg af stað yfir til hennar þegar þau segja: "Hey þið hafið kannski áhuga á að koma báðar??"
Halló, halló við erum sko ekki konur sem förum upp í rúm með ókunnum hjónum (kunn hjón hafa aldrei boðið okkur þannig að við höfum ekki þurft að taka afstöðu til þess). Það sem eftir var kvöldsins fékk ég ekki frið fyrir þessu pari, þau voru alveg ákveðin að ég væri kjörin kandidat í þeirra heimaleikfimi, annað hvort ein eða með vinkonu minni.
Annað skipti fórum við á víkingahátíðina. Það var mikið af skuggalegu fólki og við vinkonurnar héldum okkur þétt saman. Við vorum með hópi af fólki þannig að enginn þorði að reyna við okkur (ég reikna stórlega með að það hafi verið af hugleysi frekar en að enginn hafi haft á því áhuga). Ballinu lýkur þegar lög gera ráð fyrir um 3leytið (þetta var fyrir hinn geysilanga opnunartíma sem nú tíðkast). Einn úr hópnum var á bíl og tók á rás til að ná í hann, við hin biðum í góða veðrinu.
Ég fæ mér sæti á stórum stein smáspöl frá hinum og eftir smátíma kemur kona og spyr hvort hún megi sitja hjá mér. Ég var auðvitað kurteisin uppmáluð og leyfði henni afnot af steininum góða. Hún byrjar að spjalla og ég svona jánka kurteislega þegar við á, hafði ekki nokkurn áhuga á að tala við einhverja kellu sem ég þekkti ekki neitt. Það líða nokkrar mínútur og þá býður konan mér heim með sér. Jamm einmitt það. Ég var sem sagt komin á séns fyrir utan ballið, með konu. Ég held samt að vinkonurnar hafi öfundað mig af þessum sénsi því hún var öllu skárri en karlarnir sem voru innandyra haha Ég þarf ekki að taka það fram að ég þáði ekki boðið.