Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 janúar 2004

Hrönn spyr hvort ég hafi farið á miðilsfund. Ég verð að svara því neitandi. Við Gunnsan fórum að vísu á skygnilýsingarfund síðasta haust en það var meira svona skemmtiatriði heldur en eitthvað sem maður gæti trúað á. Við vorum í hláturskasti allan tímann enda vildi miðilsgaurinn ekkert tala við okkur. Það var samt mjög fyndið að fólk var að leita að lyklum og hringjum og einhverju svona kjaftæði. Ég ætla að vona að ég hafi ekki þannig áhyggjur þegar ég fer yfir um.

Á morgun er stóri dagurinn okkar hauks. Til að búa mig undir sveltið frá miðnætti fór haukurinn og keypti 3 pizzur. Jamm einmitt. ÞRJÁR pizzur OG brauðstangir. Ég horfði á hann eins og hann hefði misst þetta litla vit sem hann hefur (hann hefur heilmikið hljómar bara betur að segja lítið). Þá var málið að það var allt í klúðri í pizzubúðinni og karlmenn stóðu og grenjuðu yfir að pizzurnar þeirra voru ekki tilbúnar og þeir að missa af leiknum. Algjört kaos og starfsmennirnir farnir að reita hár sitt. Þegar hauknum var farið að leiðast þófið, hallaði hann sér fram og spurði hljóðlega (hann er alltaf svo prúður) hvort hans væri ekki tilbúin. Gaurinn misheyrði og hélt hann héti Hrönn og þegar haukurinn leiðrétti hann og sagðist ekki heita hrönn heldur haukurinn (hann er nú ekkert rosalega hrannarlegur) þá varð pizzugaurnum nóg um. Hann horfði vonleysislega á 3 pizzukassa og sagði: Viltu ekki bara taka þetta? Haukurinn sagði jú takk og brunaði heim. Við eigum því þrjár pizzur og fullan poka af brauðstöngum. Matur til jóla enda ekki nem 33o og eitthvaðdagar til jóla.

Núna ætla ég að búa mig undir að fara á eggjavarp á morgun. Skyldi þetta vera eins og fara á kríuvarp? Það eru lítil og sæt egg, ég fór oft á svoleiðis á mínum yngri árum þegar ég átti heima á norðlenskum heiðum. Kríurnar verpa líka bara einu eggi og fá unga haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger