Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

22 janúar 2004

Ég fór í gær og fékk svona fína mynd af árunni minni. Hún er auðvitað appelsínugul og græn, kemur eihverjum það á óvart? Haha Anna litaglaða, meira segja áran er í brjáluðum gleðilitum. Síðan er ég með stóran ljósbaug yfir höfðinu og grunaði mig helst að konan hefði stillt vélina svona vitlaust og þetta væri ljósið, það nefnilega kom svona fínn ljósbaugur á allar myndirnar sem ég tók í Rotterdam. Konan vildi nú ekki meina það og sagði að þetta væri góðs viti. Ég fór út ægilega glöð og ánægð með nýju myndina mína af árunni minni. Haukurinn fékk hláturskast og tautaði eitthvað um trúgirni og lélegar myndavélar, ég sendi honum illt auga og hótaði að hætta að elda. Hann hætti að níða myndina mína!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger