Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 desember 2003

Laugavegur á Þorláksmessu
Ég er aftur komin að byrjuninni. Nefnilega Þorláksmessugöngu okkar vinkvennanna. Það var búið að vara okkur við aftakaveðri en við létum það ekki á okkur fá. Settum upp húfur og fórum í vettlinga (ég var í þessum eistnesku sem ég keypti í 30 stiga hita í Tallin). Kveiktum á eyrnalokkunum og vorum til í slaginn.

Það var ekki margt fólk á Laugaveginum en það var gaman ;)) Við fórum í búð eftir búð og skoðuðum jóladót en leigubílstjórinn er sérfræðingur í svona búðum. Veit hvar allt besta stuffið fæst. Það meira segja endaði með því að ég keypti einn kall á tréð mitt. þetta er jólasveinn sem bara er klæddur í skó og húfu. Heitir Nice and Naugty. Hann er ægilega flottur og sómir sér vel á trénu ;))

Önnur okkar keypti sér líka Húfu sem hlær og báðar keyptum við eyrnalokka sem glerlistakona býr til. Þeir eru með mynd af maju og meinvill saman. Ægilega flottir. Eitt kerti var líka keypt í einhverri búð sem angaði af jólalykt. Ég keypti jólalyktina!!

Það var kalt en gaman ;) Svo voru tenorar að syngja í Bankastrætinu. Við stoppuðum smástund og föttuðum þar hvað þarf að gera til að verða gjaldgengur í tenórafélagið: Það er sko ekki að syngja í tenór (þó það sé eflaust ágætt líka). Nei það er sko allt annað. nefnilega tenórHÁRGREIÐSLAN!!!

Aha, þeir eru allir með eins greiðslu. Eitthvað svona skipt og greitt til vinstri, með óákveðnum sveip. Ætli það sé til stofa sem sérhæfir sig í tenóraklippingu?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger