Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 desember 2003

Sprautufíkill
Ég gæti aldrei orðið sprautufíkill. Ég er nefnilega skelfilega hrædd við sprautur. Og það að þurfa að blanda einhverju saman gefur mér svona skelfingartilfinningu. Í nótt dreymdi mig að ég var að blanda saman efnum í alla nótt og ég fékk far í vinnuna með í þróttakonu frá landi dauðans. Hún keyrði um allt með stóran hátalara sem hún setti á rúðuna fyrir framan mig og gargaði alltaf reglulega í hann. Tölvudeildin reyndi að hjálpa mér að blanda efnin, alltaf tilbúnir að hjálpa þessar elskur.

Í morgun byrjaði ég sem sagt á því að hrista af mér þennan ömurlega draum og fór síðan í að undirbúa sprautu. Ég ætla rétt að vona að uppgefinn skammtur sé heldur hærri en það sem þarf því þegar ég var búin að draga 20 sinnum upp í nálina og skila jafnharðan aftur lét ég loksins vaða. Þorði ekki öðru en sprauta dropa fyrst og af því ég er að verða svo gömul og skjálfhent þá djöflaðist ég svo á nálinni að dropinn varð miklu meira en dropi. Þá var ég hinsvegar orðið svo pirruð að ég lét það bara fara sem var tilbúið, sem sagt heldur minna en uppgefinn skammtur.

Ferlið er því offisíal byrjað aftur. Verður spennandi að sjá hvernig gengur ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger