Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

23 desember 2003

Smjörið í skápnum
Þá er komið að því sem ég er búin að bíða eftir lengi. Í mörg ár hef ég stundað það að setja hluti á vitlausa staði: Opnað ísskápinn fyrir brauðið, á leið með mjólkina í skápinn frammi á gangi o.s.frv. Alltaf hef ég hins vegar fattað það í tíma og hef getað hætt við og sett hlutinn á sinn stað. Áðan fékk ég hinsvegar skilaboð frá manninum sem ég bý með:
„Af hverju er smjörið í efri skápnum?"

Hva? Hvernig á ég að vita það? Örugglega jólasveinninn sem hefur sett það þar. þessi sami og gaf mér Dracula í skóinn. Jólasveinar vita nefnilega ekki hvar hlutirnir eiga að vera hjá fólki.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger