Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

24 desember 2003

Þorláksmessa: pósthúsið
Á Þorláksmessu förum við leigubílstjórinn vinkona mín alltaf í bæinn. Gærkvöldið varð engin undantekning á því. Þetta byrjaði að vísu heldur skuggalega því ég hafði tekið Molann heim með mér klukkan 15.30 um daginn. Við fórum í pósthúsið að reyna að ná út jólagjöfinni hans frá mafíósafjölskyldunni hans. Gjöfin var auðvitað stíluð á ástkæra móður hans en ég ákvað að láta á það reyna því ég taldi hæpið að hún hefði tíma í dag.

Kellurnar á pósthúsinu þurftu að leita heillengi að pakkanum og á meðan átti ég að kvitta. Ég reyndi að segja þeim að ég væri ekki systir mín en þær hlustuðu ekki. Þegar loksins pakkinn fannst greip stúlkukindin kvittunina sem ég hafði undirritað af samviskusemi og lét þessi gullvægu orð falla?
„Hah??? Heitir þú líka Anna Kristín??"

Pakkinn var sem sagt stílaður á Guðrúnu og hún hélt að téð Guðrún héti því Anna kristín líka. GOSH ég þorði ekki einu sinni að hlæja af ótta við að hún yrði fúl, því ég varð að hafa hana góða til að fá pakkann sem hún nú neitaði að afhenda af því ég heiti ekki Guðrún líka. Ég reyndi að höfða til samúðarinnar og benti á molann sem sat í kerrunni og starði risastórum dökkbrúnum augum á það sem fyrir var. „Þetta eru bara jólagjafirnar hans"

Hún fékk ráð frá eldri konu sem stundi þunglega þegar hún leit á molann. Það er ljótt hjá manni að spila svona á þessar taugar hjá afgreiðslufólki en pakkann fékk ég með þeim orðum: „Ekki ætla ég að skemma jólin fyrir barninu". Sem sagt ég þakka konunum aftur fyrir ;)))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger