Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 desember 2003

Ofsalega er gaman að versla jólagjafir
Ég fór í Kringluna og keypti og keypti en ekkert af því sem ég fór til að kaupa. Þetta er ægilega gaman. Í öllu prófstressinu var ég búin að gleyma hvað þetta er skemmtilegt. Náði ekki alveg að klára en komst langt.

Núna er ég gengin upp að öxlum og er sko svona þreytt:


Sandra kom og fékk lánaðann pönkarabúnað. Ég er hrædd um að henni finnist þetta ekki eins flott og mér haha ég hinsvegar ákvað að þegar ég kemst á elliheimilið þá ætla ég að nota þetta allt. Ég ætla að verða amma pönk. Kemst kannski ekki í þessa támjóu skó en ég ætla að raða á mig hönskunum og ólunum á úlniðina og ef beltið nær ekki utan um mig þá ætla ég að vefja því um hækjuna. Ég verð flottust. Ef ég verð ekki búin að eignast börn þannig að ég hafi ekki eignast barnabörn þá verð ég pönkaramma fyrir gítarspilarann, gullmolann og sænsku nýbúana. Ekkert þeirra sleppur. Ef þau ekki koma reglulega og heimsækja mig þar sem ég sit hlaðin pönkaradótinu mínu þá skil ég eftir dónapóst á símsvaranum þeirra. Það er ábyggilega ekki skemmtilegt að fá svoleiðis frá gamalli ömmu huh...heyrir þú það gítarspilari (þar sem þú ert sá eini sem lest þetta, því hin eru annaðhvort ólæs eða óferjandi haha) vona að snorrinn lesi ekki síðustu athugasemdina því hann gæti sent mér einhver leiðindaskilaboð, jafnvel á sænsku!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger