Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 desember 2003

Jólaeyrnalokkar
Á schiphol keypti ég alveg brilliant jólaeyrnalokka. Þetta er haus á snjókarli með græna jólahöfu. Stórir og feitir lokkar. Það sem er þó allra best er að það er hægt að láta lokkana blikka rauðu blikki. Ekkert smájólalegt.

Gullmolinn hefur vanist því frá því hann var í vöggu að maður tekur ekki í eyrnalokka Önnu frænku. Maður bara dáist að þeim úr fjarlægð. Hann hefur átt auðvelt með þetta, þangað til núna. Núna fara hendurnar af stað eins og alveg óvart og nálgast lokkana. Og ég verð að kveikja með reglulegu millibili svo hann geti dást að þeim.

Í gærkvöldi kíktum við aðeins á Andreu hina nýskírðu. Hún sá lokkana eins og skot og þegar ég kveikti á þeim kom á hana ákveðnissvipur og hendurnar tókust á loft. markmiðið var greinilega að ná þessu flotta blikkandi dóti. Á tímabili var eins ég hefði dáleitt hana. Hún sat og mændi á lokkana sem áfram blikkuðu út í eitt. Á endanum var þetta orðin svo mikil freisting að ég tók þá úr. Það var eins og við manninn mælt, hún missti á mér allan áhuga.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger