Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 desember 2003

Jólakveðjur
Þetta eru fyrstu jólin sem ég sendi bara nokkur jólakort. Ég nefnilega einhvernveginn gleymdi tímanum og allt einu voru komin jól. Það er nefnilega svona þegar mar er að skrifa ritgerð alveg til 17 des. Einhvern veginn þá fer lífið alveg úr skorðum við það. það er svo langt síðan ég var síðast í skóla á þessum tíma að ég var búin að steingleyma þessu (og það eru ein jól eftir áður en ég klára).

En ég fékk eina jólakveðju sem að öðrum ólöstuðum er sú besta sem ég hef fengið. Þetta er frá snænsku nýbúastelpunni Rannveigu. Kveðjan hljóðar mjög einfaldlega: "Gleileg jul anna hranka" og með því fylgir myndbrot þar sem téð stúlkubarn situr í rauðum jólasveinakjól og er búin að toga kjólinn alveg upp að höku. Alveg hrikalega sætt.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger