Dóni
Hrönn dóni spyr: Til hvers þurfið þið tvö sængurver?
Til hvers?
Á ég að sofa undir sömu sæng og sama sængurveri og einhver maður úr Hafnarfirðinum?
Eða á önnur sængin okkar að vera með engu sængurveri? Nei frú Ingibjörg ól mig betur upp en það. Hjá okkur eru það sko tvær sængur og tvö sængurver.
Annars er ég svo skrítin að ég sé gjörsamlega enga rómantík við það að sofa undir einni sæng. Mér finnst það ljósár frá rómantík. Ég vil geta vafið um mig minni dúnsæng og ég vil líka geta séð haukinn vefja að sér sinni sæng (að vísu ekki dúnsæng hehe). Og ef mar er reglulega þreyttur þá vil ég að hægt sé að dekra við mann með því að pakka sérstaklega vel inn í sængina (svona eins og gert var þegar mar var minni) og einhvern veginn þá missir það marks ef hinn aðilinn skríður svo undir á eftir.
Dæmi:
Haukurinn er ægilega þreyttur og leggst í rúmið. Meinvill kemur og pakkar honum inn í sængina, pakkar henni þétt upp að honum og strýkur honum og allt það sem á að gera svo vel sé. Dregur svo sængina af honum og treður sér undir: "Svona esskan, er þetta ekki fínt?"
????
Praktíska hliðin
Og ef við horfum á praktísku hliðina á þessu öllu saman, þá er búið að setja frúnna svo oft á breytingarskeið með lyfjum að haukurinn væri frosinn í hel ef hann þyrfti að búa við hitaduttlungana sem ég er búin að ganga í gegnum. Þar gildir það að kasta af sér sænginni og henda sér undir hana aftur með sama ákafanum. Nokkra mánuði var mín megin lak að enskum sið, hans megin dúnsængin mín og sængin hans. Ég lá undir lakinu og henti því af mér með reglulegu millibili þegar svitinn draup af mér og glugginn galopinn. Og enn er svona tími að ganga yfir. Tveggja sængna tími sko. Og tvö sængurver. Og þá er nú skemmtilegra að þau séu í setteringu...
Hrönn dóni spyr: Til hvers þurfið þið tvö sængurver?
Til hvers?
Á ég að sofa undir sömu sæng og sama sængurveri og einhver maður úr Hafnarfirðinum?
Eða á önnur sængin okkar að vera með engu sængurveri? Nei frú Ingibjörg ól mig betur upp en það. Hjá okkur eru það sko tvær sængur og tvö sængurver.
Annars er ég svo skrítin að ég sé gjörsamlega enga rómantík við það að sofa undir einni sæng. Mér finnst það ljósár frá rómantík. Ég vil geta vafið um mig minni dúnsæng og ég vil líka geta séð haukinn vefja að sér sinni sæng (að vísu ekki dúnsæng hehe). Og ef mar er reglulega þreyttur þá vil ég að hægt sé að dekra við mann með því að pakka sérstaklega vel inn í sængina (svona eins og gert var þegar mar var minni) og einhvern veginn þá missir það marks ef hinn aðilinn skríður svo undir á eftir.
Dæmi:
Haukurinn er ægilega þreyttur og leggst í rúmið. Meinvill kemur og pakkar honum inn í sængina, pakkar henni þétt upp að honum og strýkur honum og allt það sem á að gera svo vel sé. Dregur svo sængina af honum og treður sér undir: "Svona esskan, er þetta ekki fínt?"
????
Praktíska hliðin
Og ef við horfum á praktísku hliðina á þessu öllu saman, þá er búið að setja frúnna svo oft á breytingarskeið með lyfjum að haukurinn væri frosinn í hel ef hann þyrfti að búa við hitaduttlungana sem ég er búin að ganga í gegnum. Þar gildir það að kasta af sér sænginni og henda sér undir hana aftur með sama ákafanum. Nokkra mánuði var mín megin lak að enskum sið, hans megin dúnsængin mín og sængin hans. Ég lá undir lakinu og henti því af mér með reglulegu millibili þegar svitinn draup af mér og glugginn galopinn. Og enn er svona tími að ganga yfir. Tveggja sængna tími sko. Og tvö sængurver. Og þá er nú skemmtilegra að þau séu í setteringu...