Ég er enn að spá í öllum þessum bókum um ævi fólks sem enn er á besta aldri. Það segja mér fróðari menn að þessar bækur rjúki út og mikið sé spurt um þær bækur sem enn eru ekki komnar út. Það er gott og blessað, gott að einhverjir skuli græða á ævi annarra. Mig langar hins vegar að vita hvað fólk gerir við þessar bækur þegar það er búið að lesa þær? Ég meina, les einhver svona bók tvisvar? Og hvað gerir maður þá við hana þegar maður er búinn með hana? Hendir maður henni eins og Séð og Heyrt?
Eini sinni var verið að gera grín að fólki sem vildi vera fínt en hafði lítið vit á bókum. Vildi samt sýnast menningarlega sinnað og fór þá og keypti einn eða tvo metra af Laxness. Ég trúi því ekki að einhver vilji eiga einn eða tvo metra af ævi núlifandi Íslendinga í stofunni sinni? Ein Linda Pé, ein Rut, ein Hlín, einn Þráinn og svo framvegis þar til kominn er heill metri. Svo þegar manni leiðist stendur mar fyrir framan hilluna og tautar „hmmmm, mér leiðist, best ég lesi Lindu eða Þráinn og sjái hvort mér líður ekki bara betur".
Eða er tilgangurinn einhver allt annar? Kannski bara að velta sér upp úr gamla góða náunganum? í vinnunni hjá mér keppast allir við að lesa Hlín. Þetta eru aðalumræðurnar dag eftir dag í hádeginu. Meira segja ég er farin að taka þátt í þeim þó ég hafi ekki lesið bókina og hafi ekki nokkurn áhuga á henni. Ég get nefnilega lagt orð í belg með því að segja á réttum stöðum „jamm, alveg týpískt fyrir þetta syndróm eða hitt"
En mig langar í Harry Potter. Samt finnst mér potterinn barnalega skrifaður og allt það, en hugmyndin er bara svo grand og einföld að ég get ekki annað en lesið þetta. Mig langar líka í fallegu beinin mín eða hvað hún nú heitir bókin um stúlkuna sem var drepin og horfir á morðingja sinn frá himnum. Þetta eru bókmenntir sem ég vil hafa í stofunni minni. Þær komast að vísu ekki fyrir á 13,5 metrunum sem haukurinn keypti fyrir mig til að geyma pokketta á, en það má lengi stafla við rúmið!
Eini sinni var verið að gera grín að fólki sem vildi vera fínt en hafði lítið vit á bókum. Vildi samt sýnast menningarlega sinnað og fór þá og keypti einn eða tvo metra af Laxness. Ég trúi því ekki að einhver vilji eiga einn eða tvo metra af ævi núlifandi Íslendinga í stofunni sinni? Ein Linda Pé, ein Rut, ein Hlín, einn Þráinn og svo framvegis þar til kominn er heill metri. Svo þegar manni leiðist stendur mar fyrir framan hilluna og tautar „hmmmm, mér leiðist, best ég lesi Lindu eða Þráinn og sjái hvort mér líður ekki bara betur".
Eða er tilgangurinn einhver allt annar? Kannski bara að velta sér upp úr gamla góða náunganum? í vinnunni hjá mér keppast allir við að lesa Hlín. Þetta eru aðalumræðurnar dag eftir dag í hádeginu. Meira segja ég er farin að taka þátt í þeim þó ég hafi ekki lesið bókina og hafi ekki nokkurn áhuga á henni. Ég get nefnilega lagt orð í belg með því að segja á réttum stöðum „jamm, alveg týpískt fyrir þetta syndróm eða hitt"
En mig langar í Harry Potter. Samt finnst mér potterinn barnalega skrifaður og allt það, en hugmyndin er bara svo grand og einföld að ég get ekki annað en lesið þetta. Mig langar líka í fallegu beinin mín eða hvað hún nú heitir bókin um stúlkuna sem var drepin og horfir á morðingja sinn frá himnum. Þetta eru bókmenntir sem ég vil hafa í stofunni minni. Þær komast að vísu ekki fyrir á 13,5 metrunum sem haukurinn keypti fyrir mig til að geyma pokketta á, en það má lengi stafla við rúmið!