Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 október 2003

Blað hefur verið brotið í lífi mínu. Héðan verður ekki aftur snúið og allt það. Í gærkvöldi tók ég fyrstu svefnpilluna sem ég hef tekið á ævinni. Jamm, svona er nú komið fyrir manni.

Ég fór nefnilega til læknisins um daginn og vældi þar eins og mér væri borgað fyrir það (ég borgaði náttúrulega fyrir það en fékk ekki borgað). Lækninum var ekki skemmt og eftir þessar típísku spurningar um hvernig staða mín í lífinu væri, þá tilkynnti hann mér að forgangsatriði væri að laga hjá mér svefninn.

Ha??? Svefninn? Hvað meinar þú? (og hann búinn að fara mörg, mörg ár í skóla og hann finnur út að sálarangist mín sé svefnleysi pjú og þetta borgar maður fyrir). Þegar ég var búin að ná því hvað hann sagði, var ég fljót að tilkynna honum að ég ætti ekki í neinum vandræðum með svefn. Ég sofna um leið og ég leggst niður.

Að vísu fer ég ógeðslega, ógeðslega snemma að sofa en það er bara af því ég þarf að vakna svo snemma. Ekkert annað. Held ekki út eitt partý og fer ekki út að skemmta mér en það er bara af því ég þarf að vakna svo snemma og það er svo mikið álag í vinnunni og skólanum. Ekkert annað. Stundum verð ég andvaka en það er yfirleitt bara í 10 mín (tel ekki með þennan fjandans föstudag fyrir viku). Hann hlustaði þolinmóður á mig og sagðist ekki efa það að ég sofnaði um leið og ég legðist og að ég væri síþreytt, af því að... "Hversu oft vaknar þú á nóttunni????"

Vakna? Hvað er að mannaulanum. Ég vakna svona 6-8 sinnum á meðalnóttu af því ég get ekki snúið mér við út af bakinu og þarf því að gera það varlega, ofsa varlega.

"Einmitt", sagði lækirinn ráðagóði. Þú sefur EKKI nóg af því þú ert allt af vakna, hér færðu pillur við því þó ég sé á móti því að gefa pillur"

Hmm læknisasni, hvað er hann að gefa mér pillur við svefnleysi sem ég þjáist ekki af og kóróna það með því að segja að hann sé á móti pillum. Ég er með vöðvabólgu og vantar frekar eiithvað vöðvaslakandi til að ná að fleyta mér yfir næsta mánuð eða svo. Get hvílt mig yfir jólin.

Ég fór heim með uppáskrift fyrir 3 tegundum af pillu. Eitt fyrir bakið og annað fyrir svefninn jejeje As if.

Ég náði ekkert í þetta því ég þarf ekki svefnpillur. Nú fóru í hönd tilraunanætur þar sem ég vaktaði sjálfa mig og svefninn og mér til skelfingar þá hefur kallinn rétt fyrir sér. Ég sef í mesta lagi klukkutíma í einu, stundum tvo og þá glaðvakna ég til að snúa mér við. jísus h kræst.

Í gær tók ég fyrstu pilluna. Hún var pínu, pínu lítil. Svo lítil að ég horfði á hana efasemdaraugum. Á þetta að virka??

Ég fór að sofa klukkan rúmlega 10 eins og venjulega af því þá er ég að dauða komin. Ég vaknaði eftir smátíma og leit á klukkuna. Jibbý jej hún var 3.09. Ég var búin að sofa í rúma þrjá tíma í einni lotu og það hefur ekki gerst í manna minnum. Í kvöld ælta ég aftur að taka svona pínu, pínu litla pillu og sofa ;))

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger