Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 október 2003

Jólabækurnar woah
Mér hefur alltaf fundist þessi tími sem nú er að ganga í garð alveg rosalega skemmtilegur. Það er alls ekki af því þessi tími endar með jólunum. Nei það er af því nú eru að koma út bækur og meiri bækur. Að vísu verð ég að játa að eftir að ég hætti að þurfa að treysta á að bækur væru þýddar fyrir mig þá er ekki eftir eins miklu að bíða. En samt.. það er eitthvað skemmtilegt við að vita að það eru að koma út glás af bókum, glás og meiri glás.

Það sem ég hinsvegar þoli ekki og ég get sett það í hástafi, ÉG ÞOLI EKKI BÆKUR UM UNGT FÓLK SEM ENN ER Á LÍFI OG HEFUR EKKI GERT NEITT MERKILEGT Í LÍFI SÍNU. Og hana nú. Ok ok, auðvitað hefur þetta lið gert margt og mikið. Þetta er bara öfund í mér af því ég hef ekki gert neitt nema bara vera til. Kláraði t.d. meiri hluta skólagöngu minnar meðan ég var enn svo ung að það þótti ekki merkilegt. Skólaganga er ekki og verður ekki merkileg nema hún sé sótt á efri árum ævinnar.

Tökum dæmi: Það er að koma bók um Lindu Pé. Hún er ekki orðin fertug og hún var einu sinni fegurðardrottning. Hún varð fræg fyrir að vera falleg. Gott fyrir hana. Síðan opnaði hún líkamsræktarstöð, fór að dópa og drekka (veit ekki hvort það var alveg í þessari röð), hætti í öllu rugli og flutti til útlanda. WOW mig langar svoooooooo að vita meira..... NOT

Ruth Reginalds. Hún varð fræg fyrir að syngja eins og engill þegar hún var barn. Hún réði ekki við frægðina og fór að dópa og drekka. Sukkaði í allmörg ár, fór í nokkrar afvatnanir. Hún er núna laus við allt rugl, farin að syngja aftur og líður vel. Er ekki orðin fertug og er að gefa út bók. Mig langar svooooooooooo að vita meira um hana og hvað hún átti bágt öll þess ár.... NOT

Bubbi Morthens varð frægur fyrir að vera á móti kerfinu og syngja skemmtilega anarkista söngva. Reiður ungur maður. Dópaði sig næstum í hel, kynntist konu sinni, stofnaði fjölskyldu, hætti að dópa, breytti um söngstíl og GAF út ÆVISÖGU sína ekki orðinn fertugur...goshhhhhh mig hefur alltaf langað svoooooooooo að lesa hana... NOT

Hvað er að að þessu sjálfsánægða liði? Af hverju er nóg að dópa og drekka nógu mikið og þá er komið efni í eina bók? Þau eru ekki eina dæmið. Þetta sama á við um allar þessar kjaftæðisbækur um Jón Baldvin, konuna hans, alla hina stjórnmálamennina sem langar að fá gefna út bók um sig.

Halldór K Laxness var frægur maður og frábært skáld. Ég hef að vísu aldrei haft gaman af bókunum hans en get þó viðurkennt að maðurinn er hreinn snillingur. Maður þarf ekki að hafa gaman af honum til að viðurkenna það. Nú er hann búinn að vera dauður í nokkur ár og það er núna fyrst sem einhver hefur sig í að skrifa um hann. Enda var hann ekki dópari.

Ég get varla beðið eftir að fara að lesa allar þessar bækur um fólk sem búið er að vera í hverju tölublaðinu á eftir öðru í Séð og Heyrt frá því það var fattað upp á því blaði. Gosh hvað það eru spennandi tímar framundan fyrir bókaorm eins og mig. Það endar með því að ég verð áfram að lesa bækur á ensku því íslenskir höfundar eru búnir að finna gullkálfinn og líka búnir að fatta hvernig eigi að græða á honum. Það á nefnilega bara að skrifa um hann bók, auglýsa hana svo rækilega fyrir jólin þannig að allir haldi að þeir séu að missa af einhverjum stóra sannleika og þá verður maður ríkur!

Íslendingar eru hópsálir og á það við um rithöfunda alveg eins og allt annað. Vill einhver fara að fatta upp á einhverju öðru fyrir þá að skrifa um heldur en liðið í Séð og Heyrt.

Og bæ þe vei, af hverju skrifar enginn um forsetaframbjóðandann friðelska? Er hann ekki nógu mikill dópari til að seljast? Ekki misskilja mig, ég myndi taka stóran krók fram hjá bókabúð sem seldi bók um hann, en vantar hann ekki í þessa flóru athyglissjúkra Íslendinga????

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger