Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

08 september 2003

Draumfarir
Dreymdi merkilega í nótt. Mig dreymdi að ég og Einsi kaldi vorum í leigubíl í London á leiðinni út á lestarstöð heiman frá Dóra (sem nota bene býr ekki í London heldur Svíþjóð). Við vorum ekki með neinar ferðatöskur því ég sagði Einsa að óþarfi væri að taka þær með því við kæmum svo fljótt aftur og hann hlýddi mér og skildi sína líka eftir. Þegar við vorum hálfnuð á stöðina snérist mér hugur og ég ákvað að bruna til baka ein og sækja töskurnar okkar en Einsi hélt áfram á stöðina því það var bara hálftími þar til við áttum að vera mætt. Þegar ég mætti síðan heim til Dóra tók við þvíík leit að görmunum sem áttu að vera í töskunni og alltaf tifaði klukkan. Ég mætti á á stöðina þegar hálftími var í flug (af lestarstöðinni?????) og var að reyna að sannfæra afgreiðslufólkið að ég yrði að fara með því ég væri með tösku bæði fyfir mig og Einsa.
Úfff
Ég var þreytt í morgun þegar ég var búin að ná að vakna eftir öll þessi ósköp. Spurning hvort þessi draumur hefur eitthvað með það að gera að Einsó gleymdi peysu í Svíþjóð!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger