Hrotur
Það er eitt sem ég held að flest allir séu sammála um að geti komið í veg fyrir heilbrigðan nætursvefn og það eru hrotur meðborgara okkar! T.d. ef mar fer í útilegu þá er alltaf einhver í næsta tjaldi sem hrýtur eins og andskotinn (ég er viss um að í helvíti hrjóta allir). Hef einnig nokkrum sinnum sofið í ferðaskálum hingað og þangað um landið og þar er sama sagan, rétt eftir að mar sofnar loksins þá vaknar mar við hrotur mannsins í næsta herbergi eða næstu koju.
Þetta er sem sagt hugðarefni mitt þessa dagana og ástæðan er einföld. Við haukurinn hrjótum nefnilega ekki saman, ó nei. Við hrjótum nefnilega sitt hvora nóttina og þá vakir það okkar sem ekki hrýtur! Nóttina eftir er svo sá sem hefur vakið nóttina áður svo gjörsamlega úrvinda að hann/hún fellur í djúpan hrotusvefn og hvað gerist þá? Jú það okkar sem svaf fyrri nóttina getur nú ekki einu sinni deplað augum fyrir hrotum þess úrvinda. Annað okkar er sem sagt alltaf á ferðinni hálfa nóttina þessa dagana (næturnar).
Í nótt svaf ég í hrotusamloku. Það er sérstaklega góð uppfinning og gerð til þess að kvelja lífið úr óviðbúnum svefnpurkum. Í þessari hrotusamloku voru a. haukurinn b. meinvill sjálf c. Gullmolinn Vittorino.
Gullmolinn var nefnilega hjá okkur í nótt því systirin fór í þrítugsafmæli. Um miðja nótt vaknaði ég við að hann stóð í einu horninu á fína rúminu sem við höfum fyrir hann (honum finnst það ekki fínt) og sendi frá sér einhver ámátleg hljóð. Svo auðvitað kippti ég honum upp í til okkar.
Þar sem þessi litli gullmoli tekur þvílíkt ofurpláss í rúmi er ekki hægt að hafa hann á milli því það verður til þess að við húsráðendur og eigendur rúmsins sofum upp á rönd á sitt hvorum gaflinum meðan gullmolinn teygir úr sér og sefur eins og engill. Því var það ráð mitt að hafa hann ystan þessa nótt. Það var rosa fín hugmynd þangað til hann sofnaði aftur og byrjað að hrjóta því um svipað leyti byrjaði haukurinn líka að hrjóta og ég þarna á milli þeirra og átti mér enga undankomu! Hvað gerir mar í svona tilfellum? Ekki er hægt að berja í 11 mánaða og skipa honum að hætta og ekki er betra að berja í hinn því hann verður svo sár og þar að auki hætta á að báðir vöknuðu.
Úff, hvernig geta lítil börn hrotið svona hátt? Ég vissi ekki einu sinni að þau hefðu svona mikið loft (að vísu er gullmolinn Þingeyingur að stórum hluta þannig að það skýrir eflaust margt). Haukurinn er hinsvegar ekki Þingeyingur að neinum hluta, nei í honum ríkir nær ómengað hafnfirskt alþýðuloft (hans orð en ekki mín) en það er greinilegt að þetta hafnfirska alþýðuloft er ekkert betra en þingeyska eðalloftið sem býr í mér. Alla vega þá hrjótum við hvort í kapp við annað...til skiptis!
Það er eitt sem ég held að flest allir séu sammála um að geti komið í veg fyrir heilbrigðan nætursvefn og það eru hrotur meðborgara okkar! T.d. ef mar fer í útilegu þá er alltaf einhver í næsta tjaldi sem hrýtur eins og andskotinn (ég er viss um að í helvíti hrjóta allir). Hef einnig nokkrum sinnum sofið í ferðaskálum hingað og þangað um landið og þar er sama sagan, rétt eftir að mar sofnar loksins þá vaknar mar við hrotur mannsins í næsta herbergi eða næstu koju.
Þetta er sem sagt hugðarefni mitt þessa dagana og ástæðan er einföld. Við haukurinn hrjótum nefnilega ekki saman, ó nei. Við hrjótum nefnilega sitt hvora nóttina og þá vakir það okkar sem ekki hrýtur! Nóttina eftir er svo sá sem hefur vakið nóttina áður svo gjörsamlega úrvinda að hann/hún fellur í djúpan hrotusvefn og hvað gerist þá? Jú það okkar sem svaf fyrri nóttina getur nú ekki einu sinni deplað augum fyrir hrotum þess úrvinda. Annað okkar er sem sagt alltaf á ferðinni hálfa nóttina þessa dagana (næturnar).
Í nótt svaf ég í hrotusamloku. Það er sérstaklega góð uppfinning og gerð til þess að kvelja lífið úr óviðbúnum svefnpurkum. Í þessari hrotusamloku voru a. haukurinn b. meinvill sjálf c. Gullmolinn Vittorino.
Gullmolinn var nefnilega hjá okkur í nótt því systirin fór í þrítugsafmæli. Um miðja nótt vaknaði ég við að hann stóð í einu horninu á fína rúminu sem við höfum fyrir hann (honum finnst það ekki fínt) og sendi frá sér einhver ámátleg hljóð. Svo auðvitað kippti ég honum upp í til okkar.
Þar sem þessi litli gullmoli tekur þvílíkt ofurpláss í rúmi er ekki hægt að hafa hann á milli því það verður til þess að við húsráðendur og eigendur rúmsins sofum upp á rönd á sitt hvorum gaflinum meðan gullmolinn teygir úr sér og sefur eins og engill. Því var það ráð mitt að hafa hann ystan þessa nótt. Það var rosa fín hugmynd þangað til hann sofnaði aftur og byrjað að hrjóta því um svipað leyti byrjaði haukurinn líka að hrjóta og ég þarna á milli þeirra og átti mér enga undankomu! Hvað gerir mar í svona tilfellum? Ekki er hægt að berja í 11 mánaða og skipa honum að hætta og ekki er betra að berja í hinn því hann verður svo sár og þar að auki hætta á að báðir vöknuðu.
Úff, hvernig geta lítil börn hrotið svona hátt? Ég vissi ekki einu sinni að þau hefðu svona mikið loft (að vísu er gullmolinn Þingeyingur að stórum hluta þannig að það skýrir eflaust margt). Haukurinn er hinsvegar ekki Þingeyingur að neinum hluta, nei í honum ríkir nær ómengað hafnfirskt alþýðuloft (hans orð en ekki mín) en það er greinilegt að þetta hafnfirska alþýðuloft er ekkert betra en þingeyska eðalloftið sem býr í mér. Alla vega þá hrjótum við hvort í kapp við annað...til skiptis!