Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

07 ágúst 2003

Geitungadruslur
Þar sem ég er í vinnudeifð ætla ég að skrifa meira hér. Það sem liggur mér mikið á hjarta eru geitungar. Í nótt vaknaði ég klukkan 2 við suð í þyrlu yfir rúminu mínu! Eftir smá barning við að opna augun og hreinsa heilann þannig að ég væri í ástandi til að hugsa sá ég auðvitað að þetta var ekki þyrla heldur einhver flugudrusla. Hún druslaðist eitthvað í burtu og í svefnrofunum gerði ég mér ekki grein fyrir því hvert hún fór. Það varð til þess að ég var að vakna í alla nótt við suðið og vesenið í henni. Ég veit ekki hvort þetta var geitungur eða eitthvað annað en í nótt var ég sannfærð um að svo væri. Ég hata geitunga.

Fór með systurinni og barnunganum í húsdýragarðinn í boði VR á mánudaginn var. það var svona útlanda stemming, gott veður, fullt af fólki, skrækjandi börn (ógeð) sem sagt allur pakkinn. Það sem meira var og ég hafði ekki reiknað með (heimska ég) var að þarna var eiginlega svipaður fjöldi af geitungum og mannfólki. Ég meina auðvitað eru þeir í húsdýragarðinum, en ekki hvað? Þetta er dýragarður og geitungar eru dýr (held ég) með vængi!

Systirin samúðarfulla fékk eitt hláturskast þar sem ég breikaði með kerru gullmolans alllangan spotta. Hún hálfkafnaði af hlátri en hætti því þegar ég sagði henni að ég hefði ekki verið að hlaupa mín vegna heldur hafi verið geitungabú að myndast við höfuð gullmolans í kerrunni! Ég hefði að vísu hlaupið mín vegna líka en bara ekki í þessu tiltekna tilfelli. Gullmolinn er svo lítill enn að hann fattaði ekki neitt, fannst bara gaman þegar gamla meinvill frænka var að hlaupa. Systirinn hefði ekki átt að hlægja því hún brokkaði fljótlega um allan garðinn líka á flótta undan þessum aðgangshörðu "húsdýrum". Við stoppuðum ekki lengi!

Ég þoli ekki geitunga! Og það að þeir skuli rolast inn í mína íbúð hleypir í mig illsku. Afhverju geta þeir ekki bara verið í sínu geitungabúi? Ekki reyni ég að stinga mér þangað inn (as if), læt þá alveg í friði og kem til með að láta þá í friði.

Ég er sannfærð um að ég gleð samborgara mína reglulega þegar ég tek þessi breikköst á flótta undan geitungsræfli (stundum eru þeir tveir) en ég orga samt ekki, ég bara breika!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger