Haukurinn er svo duglegur að ég er hálfklökk (hljómar eins og ég sé að grínast en mér hefur sko aldrei verið meiri alvara í huga). Hann er nefnilega núna í sólinni að raða saman bílnum mínum. Hann stendur þarna úti í horni á verkstæðinu og lætur sem hann viti ekki að það er sól úti og raðar saman planaða heddinu mínu í þreytta bílinn minn. Ég verð ægilega glöð að fá bílinn minn aftur. Mér finnst eins og ég sé búin að vera bíllaus í heila öld og einn dag!
Við armour borðuðum SKYR í hádeginu. Við erum duglegar! Við erum rosalega duglegar! Við höfum ábyggilega lést um 2-3 grömm í hádeginu. Hinsvegar töluðum við um mat og meiri mat, ætli mar þyngist á því? Ég nefnilega tala heilmikið um mat og hugsa enn meira um hann. Yrði ekki hissa þó það teldi sem öll mín aukakíló og hana nú!
Við armour borðuðum SKYR í hádeginu. Við erum duglegar! Við erum rosalega duglegar! Við höfum ábyggilega lést um 2-3 grömm í hádeginu. Hinsvegar töluðum við um mat og meiri mat, ætli mar þyngist á því? Ég nefnilega tala heilmikið um mat og hugsa enn meira um hann. Yrði ekki hissa þó það teldi sem öll mín aukakíló og hana nú!