Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 ágúst 2003

Verkefni
Það besta við að koma til baka úr sumarfríi er að mar er hálf verkefnalaus, þá er ég ekki að segja að það sé ekki nóg að gera heldur frekar að mar kemur sér ekki almennilega að verki. Yfirmaður minn sá hins vegar í gegnum þetta og í gærdag fékk ég einn af þessum hræðilegum tölvupóstum þar sem boðað er á fund með yfirskriftinni: Fara yfir verkefnalista

Komm onn veit hún ekki að fyrsti dagur eftir sumarfrí er heilög framlenging á sumarfríinu? Hver er í ástandi til að fara yfir verkefnalista?

Armour var einnig boðuð á fundinn og hann hófst með því að okkar kæri yfirmaður rétti okkur kílómetra langan verkefnalista og bað okkur að lesa hann yfir og segja álit á honum. Ég var svo aðframkomin af þreytu eftir lesturinn að ég gat ómögulega sagt annað en “þetta er fínt..lítur bara vel út ha”

Og þá hófst skemmtunin. Við Armour sátum og horfðum í skelfingu á hvor aðra meðan verkefnum var skipt bróðurlega (systur) á milli okkar. Heillangur listi og endadagsetnignar þar sem skila á viðkomandi verkefnum (í lok ágúst eða fyrr). Hvaða yfirmaður er vaknaður til að gera svona lista fyrstu daga eftir að elskulegir undirmennirnir koma til vinnu? Hún hefur eflaust verið að vinna að honum allt sumarfríið okkar því hann er svo langur!

En svona okkar á milli sagt þá eru þetta verkefni sem gaman verður að vinna ;) og er best að bretta upp ermarnar og byrja að vinna þannig að hægt verði að klára eitthvað af þessu!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger