Nú er bara moldviðrið framundan. Sumarið búið og vetur framundan! Þetta er kannski óþarflega mikil svartsýni en mér finnst samt komið haust þegar verslunarmannahelgi er búi.
Ég er líka mætt í vinnuna og búin að lesa póstinn minn og eyða öllu því sem berst og ekki þarf að lesa (oj bara). Haukurinn er farinn að leita að vinnu og í dag kemst hann kannski að á verkstæðinu til að setja saman bílinn minn, hann er nefnilega enn í frumeindum. Þar sem það er rúmlega þingmannaleið í vinnuna þá get ég ómögulega verið án bílsins og þar sem haukurinn þarf að vera á jeppanum til að endasendast milli fyrirtækja og minna menn á það hvað hann er klár þá er þetta alveg ómögulegt. Stendur samt til bóta!
Ég er líka mætt í vinnuna og búin að lesa póstinn minn og eyða öllu því sem berst og ekki þarf að lesa (oj bara). Haukurinn er farinn að leita að vinnu og í dag kemst hann kannski að á verkstæðinu til að setja saman bílinn minn, hann er nefnilega enn í frumeindum. Þar sem það er rúmlega þingmannaleið í vinnuna þá get ég ómögulega verið án bílsins og þar sem haukurinn þarf að vera á jeppanum til að endasendast milli fyrirtækja og minna menn á það hvað hann er klár þá er þetta alveg ómögulegt. Stendur samt til bóta!