Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 ágúst 2003

Nú er bara moldviðrið framundan. Sumarið búið og vetur framundan! Þetta er kannski óþarflega mikil svartsýni en mér finnst samt komið haust þegar verslunarmannahelgi er búi.
Ég er líka mætt í vinnuna og búin að lesa póstinn minn og eyða öllu því sem berst og ekki þarf að lesa (oj bara). Haukurinn er farinn að leita að vinnu og í dag kemst hann kannski að á verkstæðinu til að setja saman bílinn minn, hann er nefnilega enn í frumeindum. Þar sem það er rúmlega þingmannaleið í vinnuna þá get ég ómögulega verið án bílsins og þar sem haukurinn þarf að vera á jeppanum til að endasendast milli fyrirtækja og minna menn á það hvað hann er klár þá er þetta alveg ómögulegt. Stendur samt til bóta!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger