Í dag er síðasti dagur í sumarfríi og ég er ekki að verða þunglynd eins og ákveðnar konur á smíðanámskeiðinu héldu fram í gær (ekki um mig heldur sjálfa sig)! Nei ég gæti verið miklu lengur í fríi (alla vega viku) en þar sem ég er búin að klára alla frídagana mína verð ég bara að snúa aftur til vinnu með bros á vör.
Það var fugl að enda við að fljúga á gluggann hjá mér! Ég hljóp að glugganum og sá hann þyrlast í burtu greinilega alveg ringlaður. Í fáfræði minni hélt ég að fuglar væru með svo góðan radar að þeir færu ekki að klessa á heila blokk!
Það var fugl að enda við að fljúga á gluggann hjá mér! Ég hljóp að glugganum og sá hann þyrlast í burtu greinilega alveg ringlaður. Í fáfræði minni hélt ég að fuglar væru með svo góðan radar að þeir færu ekki að klessa á heila blokk!