Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 júlí 2003

Skatturinn
Klukkan 16.01 í gær fór ég inn á síðu rsk til að sjá hvað ég skuldaði þeim mikið og mér til mikillar gleði var það bara tæp 40 þúsund í þetta sinn. Mikil gleði mikið gaman. Gleðin var hinsvegar ekki eins mikil þegar haukurinn fór inn. Það tók hann drjúga stund að komast inn því kerfið lagðist niður um leið og hann fór að reyna. Hann er þolinmóður maður og hætti því ekki fyrr en honum tókst að komast inn. Ég var í eldhúsinu að gera það sem góðar húsmæður gera (glápa út um gluggann á smiðina í næsta húsi) og tók ekkert eftir því að það var óeðlilega hljótt frammi við tölvuna (tölvan er komin í suðurálmuna) þangað til allt í einu heyrist svona eins og hálfkæfð stuna: "Þetta er eitthvað skrítið". Ég snéri mér við með semningi og taldi víst að hann hefði ekki skilið uppsetningu RSK á seðlinum. Ég hallaði mér yfir hann (alltaf tilbúinn að hjálpa til) en talan á skjánum einhvernveginn rann út fyrir augunum á mér. Ég blikkaði og hélt andartak að ég væri með linsudruslurnar (en ég get ekki notað þær við tölvuna því ég sé lítið með þeim) reyndi að skerpa sjónsviðið en það var sama talan 865.000. "Þú ert ekki á réttum stað" stundi ég loks upp og greip músina af óvirkum sambýlismanni mínum sem virtist hafa liðið í einhverskonar ómegin þrátt fyrr að hann sæti uppréttur. Ég tók yfir músina og djöflaðist fram og til baka á skjánum og það var alveg sama hvað ég gerði, niðurstaðan var 865.000 (gif or teik fjú thásands). Heilinn í mér fór á fullt og ég man ég hugsaði (þetta er eins og þegar fólk er beðið að hugsa til baka hvað það var að gera við jarðskjálftann 17 júní þarna um árið) wów hann er með engar rosa tekjur, ég bý með milla. Eitt augnablik tók bráðræðið völdin og í huganum var ég komin niður á fasteigasölu, búin að henda hvítu málningunni sem átti að stækka íbúðina og var að skrifa undir samning um kaup á MIKLU stærri íbúð. Stuna mannsins sem ég lá hálf yfir vakti mig aftur til raunveruleikans "Ég skil þetta ekki". Úps ég datt aftur til baka á jörðina og fyrir augnum dansaði enn þessi skelfilega tala og hún var hreint ekki í plús heldur mínus. Afborgun á mánuði fram að jólum: tæp 200.000. ÚFFFFFFFFFFF En skyndilega rann upp fyrir okkur ljós (við fyrsta sjokk dettur heilinn oft úr sambandi eitt lítið augnablik). Við skrolluðum í skyndi að því sem greitt hefði verið og hver mismunur á þessum tveimur tölum væri og VOILA engin afborgun! Hjúkkit, hjúkkit þetta var sem sagt ekki skuld (jú auðvitað skuld en ekki okkar) heldur var launagreiðandinn ekki búinn að borga skattinn hans. Við lokuðum tölvunni hljóðlega (veit ekki hvernig mar gerir það með hávaða en þetta hljómar betur) og fórum í ammæli til Auðar!

Í dag er haukurinn búinn að heimsækja RSk og biðja um leiðréttingu og hann fær meira segja til baka. Gott mál sem endar vel fyrir okkur en kannski ekki alveg eins vel fyrir launagreiðandann hans. Stundum er manni ekki ljóst hvað menn eru að hugsa, hélt hann í alvöru að með því að þegja áfram þá væri bara allt í lagi og hvorki haukurinn eða skatturinn hefðu nokkuð við málið að athuga? Æi stundum er erfitt að lifa en ég er alla vega feginn að ég rek ekki fyrirtæki (nema auðvitað sjálfa mig).

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger