Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 júlí 2003

Aðlögun
Þessa morgna er vaknað klukkan 7.30 á mínu heimili. Ástæðan er ekki sú að að fríið sé búið (alltof snemmt til að vakna til vinnu) nei ástæðan er sú að við erum í aðlögun! Ja auðvitað ekki ég og þá ekki haukurinn, hann þarf svo sem enga aðlögun því hann er svo til búinn að venjast öllum mínum kenjum (get þó viðurkennt að enn get ég komið honum á óvart af og til). Nei aðlögunaraðilinn er Vittorino hinn ungi, hann er nefnilega að byrja á leikskóla (kominn tími til, barnið löngu komið á skólaaldur alveg að verða 11 mánaða). Leikskólinn vill að foreldrar eða nákomnir ættingjar (það er ég) séu með leikskólaunganum fyrstu dagana. Ég fer með hann á morgnana (eldsnemma) og gef honum morgunmat í herbergi fullu af hávaðasömum börnum og má vart milli sjá hvort okkar er forvitnara um hin börnin. Við erum eins og tveir kallar á spýtu, svona sem hægt er að toga í spott og þá hreyfast hendur og fætur, nema í okkar tilfelli er það hausinn sem hreyfist. Og þar sem við erum ekki alltaf að horfa á það sama (en höldum samt áfram að borða) þá er það hending hvert skeiðin fer; vinstri kinn, hægri kinn eða munnur. Síðan þegar þessu ævintýri er lokið þá er snarað sér yfir í gula herbergið þar sem 5 litlir guttar (púkar eins og sagt var á Ísafirði í gamla daga) skríða fram og til baka. Vittorino vill bara fá sinn bíl svo er hann hamingjusamur og ég má fara. Það er gaman að fylgjast með þessum tilvonandi töffurum Íslands. Þeir eru allir í sínum heimi og ef einhver fer að orga eða grætur af því hann hefur dottið, líta hinir forvitnir á hann, horfa smástund og halda síðan áfram að gera það sem þeir voru að gera. Ekki mikill samhugur þar! það er meira eins og þeir séu hissa á því að vera ekki einir. Einn af þessum guttum er pínulítill og mjór, ægilega sætur og hann á fóstruna með húð og hári. Það er auðvelt að sjá að seinna meir verður hann ægilegt kvennagull. Núna er komið að því að ég verði að þjóta af stað aftur því nú fer að koma hádegisverður og þá er það aðlögun númer tvö; að gefa drengnum að borða eftir að hafa velt sér um í sandkassa í klukkutíma. Ég er nú feginn að ég þarf ekki að vera með í því, þarf bara að koma á matmálstímum og aðlagast! Það væri ekki falleg sjón að sjá mig í öllu mínu veldi veltast um í sandkassa, úff ég fæ hroll við tilhugsunina ;)

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger