Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 júlí 2003

Bækur-bækur-bækur
Aðlögunin er búin í dag og þá tekur við sumarfrísverkefnið sem er þrif þessarar ágætu íbúðar. Haukurinn heldur því fram að ég sé með þrifnaðaræði en ég sé ekki alveg hvernig hann fær það út því samkvæmt mínum útreikningum var t.d. síðast skúrað hér í apríl held ég (plús mínus einn mánuður). Þetta er eiginlega að verða eins og hjá hústökufólki (ekki að ég hafi neitt á móti hústökufólki, ég vil bara ekki búa með þeim) allt nema afrifudraslið sem er alltaf hjá þeim og dýnur á gólfinu. Það er ekki solleis hjá okkur, kannski er það bara rétt hjá honum þetta er alveg fínt!

Við bentum Corason á það að mála sína íbúð hvíta til að stækka hana og þá gætu tveir eða fleiri auðveldlega búið þar án þess að þurfa að sortera hvað á að fara í geymslu og hvað má vera. Ég ætla að fara að kaupa hvíta málningu fyrir okkur líka, kannski á Corason afgang? Mig vantar nefnilega tilfinnanlega einn vegg í viðbót (best samt ef þeir væru fjórir þannig að úr yrði eitt herbergi). Í þetta herbergi sem fæst með máluninni ætla ég að setja tölvuna og bækur! Í tiltektinni týndi ég nefnilega saman allar bækurnar sem hafa verið keyptar að undanförnu og ekki komist í hillu! Þetta fór langt yfir 14 metrana og 30 sentimetrana sem ég þurfti af hillum þegar ég flutti inn. Ég held að metrafjandarnir séu að nálgast 20 og þeir eru ekki til. Og hvað er þá til ráða? Jú fröken ráðagóð (ég) tók til í hillunum og setti í kassa bækur sem ég hef ekki lesið lengi og þurfa ekki endilega að vera í hillu. Ætlunin er að setja þær í geymsluna (í skápinn sem ég mátti ekki flytja í íbúðina og hýrist nú í geymslunni og tekur við smámunum sem ég þarf aðeins að leggja til hliðar). En það sem ég reiknaði ekki með er að þegar ég fór að fara yfir bækurnar fann ég fullt af bókum sem ég hef ekki lesið lengi, mundi satt best að segja ekki einu að ég ætti þær til, hvað þá að ég hefði nokkurn tíma lesið þær! Eftir að hafa handfjallað hverja bók sona 20 sinnum þá fóru sumar í kassa (heldur færri en til stóð í upphafi) og restin fór á náttborðið mitt (gamla fermingarskattholið tekur lengi við). Staflinn á náttborðinu er núna alveg skelfilega hár og það eina sem ég væflast með þessa stundina er...Hvar í FJANDANUM eiga þessar bækur að komast fyrir þegar ég er búin að lesa þær?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger