Í gærkvöldi brunuðum við niður á Reykjavíkurhöfn að skoða bát (snekkju eða skútu ég man bara ekki hvort þetta var og þar sem ég er leiðrétt í hvert skipti sem ég segi það ætla ég bara að kalla þetta bát). Þetta er rosalega flottur bátur (einhvernveginn finnst mér þetta vera snekkja) frá Ástralíu. Hann er á tveimur hæðum og í honum eru m.a. tveir léttabátar og fullt af róðrabátum. Báturinn er glansandi fínn og ekki er ryðtaum að sjá neinstaðar. Kallinn sem á hann langaði til að fara til Íslands og sagan segir að hann hafi þá bara hringt í krjúfið á bátnum og sagt þeim að sigla honum þangað. Sjálfur tók hann flugvél og flaug þegar báturinn var hingað kominn. Nokkuð grand.
12 ágúst 2003
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka