Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

12 ágúst 2003

Akranes here æ komm
Fór um sveitir landsins með fríðu föruneyti í dag og skoðaði veitingahús og söfn. Þetta var ægilega gaman. Við fórum þrjár; ég, Armor og háttvirtur yfirmaður okkar. Hún (yfirmaðurinn) hélt uppi fjöri alla leiðina með því að fræða okkur um ýmis mál og vorum við andaktugar yfir reynslu hennar. Að vísu þagnaði hún einu sinni og sagðist vera farin að tvítaka sig því hún hefði sagt okkur þetta allt áður, við þrættum fyrir það og hvöttum hana áfram og varð hún við þeim óskum. Mjög spennandi.

Fyrsti staðurinn sem við heimsóttum var Skessubrunnur rétt hjá Akranesi. Þvílíkt grand staður. Við vorum næstum orðlausar (það er mjög erfitt að gera okkur orðlausar) og viljum endilega halda þarna góða ráðstefnu. Þetta er alveg rosalega fínn staður til þess.

Við vorum rétt komnar inn þegar húsráðandi bauð okkur hvítvín. Við urðum hálf hissa og neituðum kurteislega, alveg óþarfi að bjóða okkur hvítvín. Húsráðandi var hálf hissa og sagði:
"En það er alveg ómissandi að hafa hvítvín með humarsúpunni"
"Hvaða humarsúpu'"
"Nú humarsúpunni sem ég er að elda fyrir ykkur" (hún vissi að von væri á okkur)
Við störðum hver á aðra í forundran og hálfhikandi sögðum við - já, auðvitað með súpunni!
Húsráðandi opnaði nú litla hvítvín og yfirmaðurinn sagði "nei, nei ekki fyrir mig ég er á bíl, stelpur fáið þið ykkur!"
Ég sagði strax að ég vildi ekki heldur en hvatti Armour til að fá sér. Húsráðandinn hlustaði ekki á þetta væl í okkur og skipti flöskunni í þrjú glös og skipaði okkur síðan að fara í næsta sal og fá okkur sæti meðan hún næði í súpuna. Við gerðum það.

Eftir augnablik birtist húsráðandinn með angandi humarsúpu í lokuðu brauði. Ég hugsa að svipurinn á okkur hafi verið dýrðlegur. Þarna sátum við uppi í sveit, með dýrðlega súpu og hvítvín. Hvað verður lífið betra?

Jæja við kláruðum súpuna (og hvítvínið sem við vildum ekki af því við vorum á bíl) og þetta var ægilega gott. Gerðum tilboð í leigu á salnum og spurðum af rælni hvernig það væri með kokteila (fínar dömur drekka kokteila á góðum stundum). Húsráðandi spratt á fætur og sagðist vilja gefa okkur að smakka kokteil hússins (eitthvað voða sterkt með vodka og flottheit), við sátum eins og prinssessur og smökkuðum kokteilinn (hún gerði hálfan kokteil sem við supum allar á). Yfirmaðurinn hvítvínshræddi hafði nú gjörsamlega gleymt því að hún væri á bíl og saup stórum á kokteilnum.
"Þetta er frábær drykkur"
Við horfðum á hana í forundran og náðum ekki að segja neitt áður en hún las í svip okkar að það væri nú kannski ekki alveg eðlilegt fyrir bílstjórann að segja nei við hvítvínslögg og já við vodka. Glasinu var skilað í flýti!

Eftir þetta vorum við eiginlega búnar þarna og brunuðum því næst á Akranes að skoða Safnasvæðið. Við fórum nú ekki inn (sem betur fer fyrir mig sem er með eindæmum safnahrædd) en fengum upplýsingar hvernig við ættum að haga okkur ef við vildum koma með stóran hóp og skoða.

Fengum okkur ís á Akranesi enda orðnar svangar eftir að hafa borðað hádegismat tvisvar í dag og brunuðum í bæinn.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger